Fleiri NATO-lönd fái afnot af Keflavíkurflugvelli 2. nóvember 2006 03:30 Frá fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn í gær. Frá vinstri: Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra Íslands, Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur, og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. MYND/Johannes Jansson/norden.org Öryggismál Íslands voru rædd á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem fór fram í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Kaupmannahöfn í gær. Ráðherrar hinna NATO-ríkjanna í hópnum, Noregs og Danmerkur, lýstu yfir vilja til að leggja sitt af mörkum til að hjálpa Íslendingum að mæta þeim áskorunum sem brottför bandaríska varnarliðsins hefur í för með sér. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið að hún hefði nefnt á fundinum að af Íslands hálfu kæmi það vel til greina að önnur NATO-ríki en Bandaríkin hefðu afnot af öryggissvæðinu, sem verður til frambúðar á Keflavíkurflugvelli. Hinar norrænu NATO-þjóðirnar, Norðmenn og Danir, myndu íhuga þetta. Norski utanríkisráðherrann Jonas Gahr Støre sagði Norðmenn og hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa fylgst náið með þróun þessara mála á Íslandi. Bæði Norðmenn og Danir hefðu áhuga á því að koma að því með Íslendingum að tryggja öryggi á hafsvæðinu í kringum Ísland, sem liggur að norskri og danskri lögsögu Færeyja og Grænlands. Gahr Støre benti á að miklir orkuflutningar yrðu í fyrirsjáanlegri framtíð um þetta hafsvæði, frá gas- og olíuborpöllum í Barentshafi til Norður-Ameríku og Evrópu. Þannig væru öryggismál á þessu svæði nátengd orkuöryggi í öllum okkar heimshluta og því þyrfti að ræða þessi mál í því ljósi, bæði innan NATO og beint við Íslendinga. Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur, bætti því við að Danir væru boðnir og búnir að leggja sitt af mörkum í þessu sambandi, sérstaklega hvað varðar björgunarmál á hafinu og eflt landhelgisgæslusamstarf. Erlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Öryggismál Íslands voru rædd á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem fór fram í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Kaupmannahöfn í gær. Ráðherrar hinna NATO-ríkjanna í hópnum, Noregs og Danmerkur, lýstu yfir vilja til að leggja sitt af mörkum til að hjálpa Íslendingum að mæta þeim áskorunum sem brottför bandaríska varnarliðsins hefur í för með sér. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið að hún hefði nefnt á fundinum að af Íslands hálfu kæmi það vel til greina að önnur NATO-ríki en Bandaríkin hefðu afnot af öryggissvæðinu, sem verður til frambúðar á Keflavíkurflugvelli. Hinar norrænu NATO-þjóðirnar, Norðmenn og Danir, myndu íhuga þetta. Norski utanríkisráðherrann Jonas Gahr Støre sagði Norðmenn og hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa fylgst náið með þróun þessara mála á Íslandi. Bæði Norðmenn og Danir hefðu áhuga á því að koma að því með Íslendingum að tryggja öryggi á hafsvæðinu í kringum Ísland, sem liggur að norskri og danskri lögsögu Færeyja og Grænlands. Gahr Støre benti á að miklir orkuflutningar yrðu í fyrirsjáanlegri framtíð um þetta hafsvæði, frá gas- og olíuborpöllum í Barentshafi til Norður-Ameríku og Evrópu. Þannig væru öryggismál á þessu svæði nátengd orkuöryggi í öllum okkar heimshluta og því þyrfti að ræða þessi mál í því ljósi, bæði innan NATO og beint við Íslendinga. Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur, bætti því við að Danir væru boðnir og búnir að leggja sitt af mörkum í þessu sambandi, sérstaklega hvað varðar björgunarmál á hafinu og eflt landhelgisgæslusamstarf.
Erlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira