Hinn heilagi Megas 1. nóvember 2006 13:30 Tónlistarkonan Magga Stína hefur tekið upp plötu með lögum meistara Megasar. MYND/Valli Tónlistarkonan Magga Stína hefur gefið út plötuna Magga Stína syngur Megas. Magga Stína segir að platan hafi legið í loftinu síðan hún söng Megasarlagið Fílahirðirinn frá Súrín á afmælistónleikum Megasar í Austurbæ á síðasta ári. Eftir að lagið fór að hljóma í útvarpinu hlaut það fádæma viðtökur og varð það Möggu Stínu hvatning til að taka upp fleiri lög eftir meistarann. „Ég hef hlustað á hann alla ævi og það er næstum því eins og hann sé heilagur maður í mínum augum," segir Magga Stína. Lögin hans eru alltaf að tala við mann, það skiptir ekki máli hvort fólk er fimm ára eða 75 ára." Eftir að Magga Stína hafði fengið leyfi hjá Megasi til að gera plötuna fylgdist hann náið með gerð hennar. Fékk hún bunka af óútgefnum lögum frá honum til að velja úr og á endanum lentu þrjú þeirra á plötunni. „Það var ótrúlega góð og mikil hvatning sem ég fékk frá Megasi," segir hún og ber honum vel söguna. Magga Stína hefur áður gefið út sólóplötuna An Album sem kom út árið 1998 og því löngu kominn tími til að hún gerði eigin plötu aftur. Í millitíðinni hefur hún þó gefið út með hljómsveit sinni Hringjunum. Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir í Salnum í Kópavogi á laugardag og hefjast þeir klukkan 21.00. Menning Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónlistarkonan Magga Stína hefur gefið út plötuna Magga Stína syngur Megas. Magga Stína segir að platan hafi legið í loftinu síðan hún söng Megasarlagið Fílahirðirinn frá Súrín á afmælistónleikum Megasar í Austurbæ á síðasta ári. Eftir að lagið fór að hljóma í útvarpinu hlaut það fádæma viðtökur og varð það Möggu Stínu hvatning til að taka upp fleiri lög eftir meistarann. „Ég hef hlustað á hann alla ævi og það er næstum því eins og hann sé heilagur maður í mínum augum," segir Magga Stína. Lögin hans eru alltaf að tala við mann, það skiptir ekki máli hvort fólk er fimm ára eða 75 ára." Eftir að Magga Stína hafði fengið leyfi hjá Megasi til að gera plötuna fylgdist hann náið með gerð hennar. Fékk hún bunka af óútgefnum lögum frá honum til að velja úr og á endanum lentu þrjú þeirra á plötunni. „Það var ótrúlega góð og mikil hvatning sem ég fékk frá Megasi," segir hún og ber honum vel söguna. Magga Stína hefur áður gefið út sólóplötuna An Album sem kom út árið 1998 og því löngu kominn tími til að hún gerði eigin plötu aftur. Í millitíðinni hefur hún þó gefið út með hljómsveit sinni Hringjunum. Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir í Salnum í Kópavogi á laugardag og hefjast þeir klukkan 21.00.
Menning Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira