Fundin verk eftir Túbals 21. október 2006 12:15 Ólafur Túbals myndlistarmaður - sjálfsmynd Á sunnudag verður opnuð sýning á verkum Ólafs Túbals (1897-1964) í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Davíð Oddson seðlabankastjóri opnar sýninguna kl. 14 og síðan segir Sigríður Hjartar húsfreyja í Múlakoti frá Ólafi og leiðir fólk um sýninguna. Ólafur Túbals er mörgum ókunnur en hann var listmálari og þjóðþekktur á sinni tíð. Hann var ættaður úr Fljótshlíðinni, stundaði nám í Iðnskólanum 1917 en hafði brennandi áhuga á myndlist og sótti sér þekkingu í Listaháskólann í Kaupmannahöfn 1928 og 1932. Verk hans eru víða til en þau sem mynda sýninguna í Sögusetrinu eiga sér aðra sögu. Sigríður Hjartar fann myndirnar þegar þau hjónin fóru að taka til í húsakynnunum í Múlakoti þegar þau fluttu þangað. Verkin voru í misjöfnu ástandi og sum nánast ónýt en þau hjónin fengu leiðbeiningar frá sérfræðingum um hvernig ætti að meðhöndla þau og laga. Sigríður hefur síðan rammað inn þau verk sem hægt var. Einnig fundust dagbækur Ólafs þarna og munu þær einnig liggja frammi á sýningunni. Ólafur notfærði sér þau tengsl sem hann myndaði á utanlandsferðum sínum, hann bauð fjölda málara aðstöðu hjá sér þegar þeir heimsóttu hann. Var talað um Múlakot sem eins konar listamannaaðsetur. Þar áttu íslenskir listamenn líka afdrep. Sýningin verður opin á laugardögum og sunnudögum frá klukkan 10-18. Menning Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Á sunnudag verður opnuð sýning á verkum Ólafs Túbals (1897-1964) í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Davíð Oddson seðlabankastjóri opnar sýninguna kl. 14 og síðan segir Sigríður Hjartar húsfreyja í Múlakoti frá Ólafi og leiðir fólk um sýninguna. Ólafur Túbals er mörgum ókunnur en hann var listmálari og þjóðþekktur á sinni tíð. Hann var ættaður úr Fljótshlíðinni, stundaði nám í Iðnskólanum 1917 en hafði brennandi áhuga á myndlist og sótti sér þekkingu í Listaháskólann í Kaupmannahöfn 1928 og 1932. Verk hans eru víða til en þau sem mynda sýninguna í Sögusetrinu eiga sér aðra sögu. Sigríður Hjartar fann myndirnar þegar þau hjónin fóru að taka til í húsakynnunum í Múlakoti þegar þau fluttu þangað. Verkin voru í misjöfnu ástandi og sum nánast ónýt en þau hjónin fengu leiðbeiningar frá sérfræðingum um hvernig ætti að meðhöndla þau og laga. Sigríður hefur síðan rammað inn þau verk sem hægt var. Einnig fundust dagbækur Ólafs þarna og munu þær einnig liggja frammi á sýningunni. Ólafur notfærði sér þau tengsl sem hann myndaði á utanlandsferðum sínum, hann bauð fjölda málara aðstöðu hjá sér þegar þeir heimsóttu hann. Var talað um Múlakot sem eins konar listamannaaðsetur. Þar áttu íslenskir listamenn líka afdrep. Sýningin verður opin á laugardögum og sunnudögum frá klukkan 10-18.
Menning Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira