Á vit nýrra ævintýra 20. október 2006 12:00 Robbie Williams hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður Breta undanfarin ár og ef mið er tekið af plötusölu síðustu ára sennilega vinsælasti erlendi popparinn á Íslandi í dag. Hans sjöunda hljóðversplata, Rudebox, kemur út á mánudaginn. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn. Það verður seint sagt um Robbie Williams að hann sitji auðum höndum. Hann er búinn að vera á sínu stærsta tónleikaferðalagi til þessa síðan í apríl og hans sjöunda stúdíóplata Rudebox kemur í verslanir á mánudaginn, réttu ári eftir þá síðustu Intensive Care sem hefur þegar selst í tæpum sjö milljónum eintaka. Robbie er ótrúlega vinsæll í Bretlandi. Hann hefur ekkert komist mjög langt á Bandaríkjamarkaði, en víða annarsstaðar í heiminum á hann miklum vinsældum að fagna. Hér á Íslandi er hann sennilega vinsælasti erlendi popparinn í dag. Það segir sitt að þegar stórtónleikar Rásar 2 á Menningarnótt féllu niðu vegna framkvæmda á hafnarsvæðinu var brugðið á það ráð að endurvarpa tónleikum með Robbie.Magnaður á sviðiÍ góðum félagsskap Robbie í góðum gír ásamt stelpunum í Rudebox myndbandinu..Það þarf auðvitað ekkert að kynna Robbie í löngu máli. Hann fæddist 13. febrúar 1974 í Stoke. Hann var meðlimur í strákabandinu Take That á árunum 19901995 og eftir rúmt ár af sukki og rugli m.a. með Gallagher-bræðrum þá tók hann sig saman í andlitinu og hóf sólóferil. Fyrsta platan hans Life Thru A Lens kom út 1997 og síðan hefur leiðin bara legið upp á við. Robbie á að baki ótal smelli, en vinsældirnar verða líka skýrðar með því hvað hann er magnaður á sviði. Það eru ekki margir sem eiga eins auðvelt með að ná upp stemningu og fá tugþúsundir tónleikagesta til að gleyma sér í söng og tralli eins og Robbie. Ný lög og uppáhalds löginÞað er óhætt að segja það strax að Rudebox er öðruvísi en þessi dæmigerða Robbie Williams plata. Það er engu líkara en að hann hafi fengið leið á því að raða niður endalausum poppsmellaplötum og langað til að gera eitthvað öðruvísi. Rudebox er unnin með nokkrum mismunandi upptökustjórum, þ.á.m. Pet Shop Boys (sem Robbie hefur alltaf dýrkað), Mark Ronson (Lily Allen, Nikka Costa), William Orbit (Blur, Madonna), house-stjörnunni Joey Negro og Soul Mekanik, en þeir unnu m.a. lagið Rock DJ með Robbie. Tónlistin er sambland af popplögum og grúvi. Platan hefur bæði að geyma frumsamin lög og tökulög, en Robbie valdi nokkur af uppáhaldslögunum sínum á plötuna, m.a. Human League lagið Louise, Lovelight eftir Lewis Taylor, Stephen Tintin Duffy lagið Kiss Me og King of the Bongo eftir franska tónlistarmanninn Manu Chao. Elektró og fönk áhrif Aðdáendur Robbie Williams voru mis hrifnir af fyrstu smáskífunni af nýju plötunni sem heitir Rudebox eins og platan sjálf. Lögin á nýju plötunni eru samt ekki öll þannig. Þarna eru líka poppsmellir eins og smáskífulag númer tvö Lovelight sem Mark Ronson stjórnaði upptökum á og platan er nokkuð fjölbreytt þó að elektró og fönk áhrifin séu áberandi. Robbie hafur þetta að segja um plötun í nýlegu viðtali: Ég gat ekki gert aðra plötu eins og þær sem ég hafði gert áður og þessi plata hefur opnað þúsund dyr fyrir mér. Það sem ég er spenntastur fyrir núna er að gera meiri tónlist, Mér finnst öll lögin á nýju plötunni frábær... Ég hlakka til þess að koma þessari plötu út, en ég er ennþá spenntari að fara að búa til næstu. Rudebox er fáanleg í sérstakri viðhafnarútgáfu en með henni fylgir DVD-diskur með heimildarmynd, tónleikaefni o.fl. Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Robbie Williams hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður Breta undanfarin ár og ef mið er tekið af plötusölu síðustu ára sennilega vinsælasti erlendi popparinn á Íslandi í dag. Hans sjöunda hljóðversplata, Rudebox, kemur út á mánudaginn. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn. Það verður seint sagt um Robbie Williams að hann sitji auðum höndum. Hann er búinn að vera á sínu stærsta tónleikaferðalagi til þessa síðan í apríl og hans sjöunda stúdíóplata Rudebox kemur í verslanir á mánudaginn, réttu ári eftir þá síðustu Intensive Care sem hefur þegar selst í tæpum sjö milljónum eintaka. Robbie er ótrúlega vinsæll í Bretlandi. Hann hefur ekkert komist mjög langt á Bandaríkjamarkaði, en víða annarsstaðar í heiminum á hann miklum vinsældum að fagna. Hér á Íslandi er hann sennilega vinsælasti erlendi popparinn í dag. Það segir sitt að þegar stórtónleikar Rásar 2 á Menningarnótt féllu niðu vegna framkvæmda á hafnarsvæðinu var brugðið á það ráð að endurvarpa tónleikum með Robbie.Magnaður á sviðiÍ góðum félagsskap Robbie í góðum gír ásamt stelpunum í Rudebox myndbandinu..Það þarf auðvitað ekkert að kynna Robbie í löngu máli. Hann fæddist 13. febrúar 1974 í Stoke. Hann var meðlimur í strákabandinu Take That á árunum 19901995 og eftir rúmt ár af sukki og rugli m.a. með Gallagher-bræðrum þá tók hann sig saman í andlitinu og hóf sólóferil. Fyrsta platan hans Life Thru A Lens kom út 1997 og síðan hefur leiðin bara legið upp á við. Robbie á að baki ótal smelli, en vinsældirnar verða líka skýrðar með því hvað hann er magnaður á sviði. Það eru ekki margir sem eiga eins auðvelt með að ná upp stemningu og fá tugþúsundir tónleikagesta til að gleyma sér í söng og tralli eins og Robbie. Ný lög og uppáhalds löginÞað er óhætt að segja það strax að Rudebox er öðruvísi en þessi dæmigerða Robbie Williams plata. Það er engu líkara en að hann hafi fengið leið á því að raða niður endalausum poppsmellaplötum og langað til að gera eitthvað öðruvísi. Rudebox er unnin með nokkrum mismunandi upptökustjórum, þ.á.m. Pet Shop Boys (sem Robbie hefur alltaf dýrkað), Mark Ronson (Lily Allen, Nikka Costa), William Orbit (Blur, Madonna), house-stjörnunni Joey Negro og Soul Mekanik, en þeir unnu m.a. lagið Rock DJ með Robbie. Tónlistin er sambland af popplögum og grúvi. Platan hefur bæði að geyma frumsamin lög og tökulög, en Robbie valdi nokkur af uppáhaldslögunum sínum á plötuna, m.a. Human League lagið Louise, Lovelight eftir Lewis Taylor, Stephen Tintin Duffy lagið Kiss Me og King of the Bongo eftir franska tónlistarmanninn Manu Chao. Elektró og fönk áhrif Aðdáendur Robbie Williams voru mis hrifnir af fyrstu smáskífunni af nýju plötunni sem heitir Rudebox eins og platan sjálf. Lögin á nýju plötunni eru samt ekki öll þannig. Þarna eru líka poppsmellir eins og smáskífulag númer tvö Lovelight sem Mark Ronson stjórnaði upptökum á og platan er nokkuð fjölbreytt þó að elektró og fönk áhrifin séu áberandi. Robbie hafur þetta að segja um plötun í nýlegu viðtali: Ég gat ekki gert aðra plötu eins og þær sem ég hafði gert áður og þessi plata hefur opnað þúsund dyr fyrir mér. Það sem ég er spenntastur fyrir núna er að gera meiri tónlist, Mér finnst öll lögin á nýju plötunni frábær... Ég hlakka til þess að koma þessari plötu út, en ég er ennþá spenntari að fara að búa til næstu. Rudebox er fáanleg í sérstakri viðhafnarútgáfu en með henni fylgir DVD-diskur með heimildarmynd, tónleikaefni o.fl.
Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira