Vill verða rokkstjarna 19. október 2006 09:00 Heit Amanda Blank þykir hafa ótrúlegt flæði og hafa klámfengnir textar hennar við dansvæna takta vakið verðskuldaða athygli. Hin eitursvala Amanda Blank spilar á laugardagskvöld á Airwaves. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Amöndu af því tilefni en hún þykir með mest spennandi kvenkyns röppurum í Bandaríkjunum nú um stundir. Það lá ekki beint við hjá Amöndu að fara út í hiphop en það var Naeem Juwan, aðalmaðurinn á bakvið hiphop-sveitina Spank Rock, sem sá að Amanda var miklum hæfileikum gædd. „Hann bað mig um að gera lag með sér og ég sagði einfaldlega ókei." Dónalegri en Lil‘ KimEftir að hljómsveit Naeem, Spank Rock, byrjaði að vekja umtal í Bandaríkjunum með plötunni Yoyoyo... skapaðist einnig umtal um Amöndu sem rappaði í einu lagi plötunnar, Bump. Þótti sérstaklega ótrúlegt flæði hennar og skemmtilega dónalegur texti eftirtektarvert. Var hún meðal annars í einum ritdómi sögð dónlegri en Lil' Kim á sínum dónalegasta degi. „Ég veit ekki alveg hvort þetta er satt en lagið er vissulega mjög dónalegt, ég myndi ekki einu sinni leyfa mömmu að hlusta á það." Amanda segist þó þessa stundina vera að vinna að mun alvarlegri textasmíðum. Vinnur með M.I.A.Amanda hefur ekki eingöngu verið að vinna með Spank Rock að undanförnu, því hún og M.I.A. hafa einnig verið að malla tónlist saman. Fyrsta sólóskífa Amöndu er síðan væntanleg á næstunni. „Platan er frekar dónaleg en afar afar dansvæn, eiginlega það poppaðasta sem ég hef gert." Amanda er samt ekkert alveg viss um að hún vilja alltaf rappa enda nefnir hún Cat Power og Mick Jagger sem fyrirmyndir sínar. „Mig langar í laumi til þess að vera rokkstjarna," segir Amanda að lokum með sinni ofurblíðu rödd. Rappið verður þó í fyrirrúmi þegar Amanda treður upp á Gauknum næstkomandi laugardagskvöld og verður stemningin vafalaust bæði dónaleg og sveitt. Menning Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hin eitursvala Amanda Blank spilar á laugardagskvöld á Airwaves. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Amöndu af því tilefni en hún þykir með mest spennandi kvenkyns röppurum í Bandaríkjunum nú um stundir. Það lá ekki beint við hjá Amöndu að fara út í hiphop en það var Naeem Juwan, aðalmaðurinn á bakvið hiphop-sveitina Spank Rock, sem sá að Amanda var miklum hæfileikum gædd. „Hann bað mig um að gera lag með sér og ég sagði einfaldlega ókei." Dónalegri en Lil‘ KimEftir að hljómsveit Naeem, Spank Rock, byrjaði að vekja umtal í Bandaríkjunum með plötunni Yoyoyo... skapaðist einnig umtal um Amöndu sem rappaði í einu lagi plötunnar, Bump. Þótti sérstaklega ótrúlegt flæði hennar og skemmtilega dónalegur texti eftirtektarvert. Var hún meðal annars í einum ritdómi sögð dónlegri en Lil' Kim á sínum dónalegasta degi. „Ég veit ekki alveg hvort þetta er satt en lagið er vissulega mjög dónalegt, ég myndi ekki einu sinni leyfa mömmu að hlusta á það." Amanda segist þó þessa stundina vera að vinna að mun alvarlegri textasmíðum. Vinnur með M.I.A.Amanda hefur ekki eingöngu verið að vinna með Spank Rock að undanförnu, því hún og M.I.A. hafa einnig verið að malla tónlist saman. Fyrsta sólóskífa Amöndu er síðan væntanleg á næstunni. „Platan er frekar dónaleg en afar afar dansvæn, eiginlega það poppaðasta sem ég hef gert." Amanda er samt ekkert alveg viss um að hún vilja alltaf rappa enda nefnir hún Cat Power og Mick Jagger sem fyrirmyndir sínar. „Mig langar í laumi til þess að vera rokkstjarna," segir Amanda að lokum með sinni ofurblíðu rödd. Rappið verður þó í fyrirrúmi þegar Amanda treður upp á Gauknum næstkomandi laugardagskvöld og verður stemningin vafalaust bæði dónaleg og sveitt.
Menning Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira