Læti á Laugaveginum 19. október 2006 14:00 Frá gjörningi Ingibjargar og Kristínar í Tjarnarbíói fyrr á þessu ári Gjörningar þeirra nálgast æ meir leiksýningar en með formerkjum myndlistarinnar. SAFN Birt með góðfúlegu leyfi listakvennanna Þær stöllur Ingibjörg Magnadóttir og Kristín Eiríksdóttir ætla að loka Laugaveginum um sexleytið á morgun. Löggan er með í ráðum um að í ljósaskiptunum verða þær með gjörning. Tilefnið er hátíðahald myndlistarmanna í Reykjavík um þessar mundir. Ingibjörg og Kristín eru uppátektarsamar konur og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Verður lið með þeim í gerningaveðrinu og er á þessu stigi máls erfitt að spá nokkru um hvað gerist – til þess verða menn að mæta, sjá og heyra. Verkið nefna þær Hulduorkan og Holdkórinn og er það hluti af listahátíðinni Sequences í Reykjavík. Báðar eru þær lærðar frá Listaháskólanum. Ingibjörg stundaði framhaldsnám við Figurativ Teaterakademian í Noregi og hefur sýnt verk sín víða: í Þýskalandi, Svíþjóð og á Íslandi - nú síðast í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Kristín er rithöfundur og myndlistarkona. Hún hefur gefið út skáldsögurnar Kjötbærinn hjá útgáfufélaginu Bjarti og ljóðabókina Húðlit auðnin. Ingibjörg og Kristín vinna gjörninginn í samvinnu við Böðvar Yngva Jakobsson og fleiri listamenn. Hann er unninn í samstarfi við Safn. Gjörningurinn varir í um 20 mínútur og segir í frétt frá Safni að um sé að ræða „metnaðarfulla sýningu sem hverfist um nokkuð aggressíft andrúmsloft og afar sterka, myndræna upplifun“. Ingibjörg segir þær Kristínu hafa átt gott samstarf á þessu sviði þetta ár, bæði í Nýló, Tjarnarbíói, Norræna húsinu og á Pakkhúsi postulanna og í Listasafni Reykjavíkur hafi þær framið gjörninga sína. Hún segir þær daðra við leikhúsið en í gluggum Safnsins á föstudag verði minna af leikmunum en í fyrri gerningum. Handrit liggi til grundvallar gerningunum og þeir skráðir með ljósmyndum og myndböndum. Því hafi þeim verið mögulegt að endurtaka fyrri gerninga á Pakkhúsi postulanna nýlega. Þær verða báðar með á föstudagskvöldið uppáklæddar en Böddi Brútal samstarfsmaður þeirra annast hljóðið. „Þetta snýst um öndun,“ segir Ingibjörg en vill ekki gefa meira upp. Gjörningurinn hefst kl. 18 á föstudagskvöldið og varir í 20 mínútur. Menning Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þær stöllur Ingibjörg Magnadóttir og Kristín Eiríksdóttir ætla að loka Laugaveginum um sexleytið á morgun. Löggan er með í ráðum um að í ljósaskiptunum verða þær með gjörning. Tilefnið er hátíðahald myndlistarmanna í Reykjavík um þessar mundir. Ingibjörg og Kristín eru uppátektarsamar konur og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Verður lið með þeim í gerningaveðrinu og er á þessu stigi máls erfitt að spá nokkru um hvað gerist – til þess verða menn að mæta, sjá og heyra. Verkið nefna þær Hulduorkan og Holdkórinn og er það hluti af listahátíðinni Sequences í Reykjavík. Báðar eru þær lærðar frá Listaháskólanum. Ingibjörg stundaði framhaldsnám við Figurativ Teaterakademian í Noregi og hefur sýnt verk sín víða: í Þýskalandi, Svíþjóð og á Íslandi - nú síðast í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Kristín er rithöfundur og myndlistarkona. Hún hefur gefið út skáldsögurnar Kjötbærinn hjá útgáfufélaginu Bjarti og ljóðabókina Húðlit auðnin. Ingibjörg og Kristín vinna gjörninginn í samvinnu við Böðvar Yngva Jakobsson og fleiri listamenn. Hann er unninn í samstarfi við Safn. Gjörningurinn varir í um 20 mínútur og segir í frétt frá Safni að um sé að ræða „metnaðarfulla sýningu sem hverfist um nokkuð aggressíft andrúmsloft og afar sterka, myndræna upplifun“. Ingibjörg segir þær Kristínu hafa átt gott samstarf á þessu sviði þetta ár, bæði í Nýló, Tjarnarbíói, Norræna húsinu og á Pakkhúsi postulanna og í Listasafni Reykjavíkur hafi þær framið gjörninga sína. Hún segir þær daðra við leikhúsið en í gluggum Safnsins á föstudag verði minna af leikmunum en í fyrri gerningum. Handrit liggi til grundvallar gerningunum og þeir skráðir með ljósmyndum og myndböndum. Því hafi þeim verið mögulegt að endurtaka fyrri gerninga á Pakkhúsi postulanna nýlega. Þær verða báðar með á föstudagskvöldið uppáklæddar en Böddi Brútal samstarfsmaður þeirra annast hljóðið. „Þetta snýst um öndun,“ segir Ingibjörg en vill ekki gefa meira upp. Gjörningurinn hefst kl. 18 á föstudagskvöldið og varir í 20 mínútur.
Menning Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira