Viðskipti erlent

Færeyskir sjóðir stórir í SPRON

SPRON Færeyringar eiga rúmlega 13,5 prósent stofnfjár í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis.
SPRON Færeyringar eiga rúmlega 13,5 prósent stofnfjár í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. MYND/Pjetur

Viðskipti voru með stofnfjárbréf í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) í síðustu viku fyrir um 28 milljónir króna að markaðsvirði á genginu 4,0 og var gengið að þeim öllum.

Stofnfjáreigendur í SPRON eru nú 1.014 talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Athygli vekur að Færeyingar eiga 13,59 prósent stofnfjár í SPRON. Sparisjóður Færeyja, Föroya Sparikassi, er annar af tveimur stærstu stofnfjáreigendunum með 9,94 prósent en Spf. 14 - Ílögufélag fer með 4,98 prósent stofnfjár í SPRON.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×