Stafræn upprisa Tony Montana 18. október 2006 11:30 Tony Montana Er sjálfum sér líkur og minnir óneitanlega á Al Pacino í nýja Scarface-tölvuleiknum sem tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið í glæpamynd Brians De Palma frá árinu 1983. Al Pacino fór hamförum árið 1983 í hlutverki kúbanska glæpakóngsins Tony Montana í hinni ofbeldisfullu Scarface eftir Brian De Palma. Í lok myndarinnar féll Tony í trylltum skotbardaga við eiturlyfjagengi frá Kolombíu en nú rís hann upp í nýjum tölvuleik sem er beintegndur myndinni. Leikurinn, Scarface : The World is Yours, sver sig í ætt við myndina og býður spilurum upp á ofbeldisfulla skotveislu í hágæðagrafík. Leikurinn hefst á lokabardaga bíómyndarinnar en núkemst Tony lífs af og leikmenn bregða sér í gervi hans og fá það verkefni að endurreisa glæpaveldi kappans og ná fram hefndum á andskotum hans sem stóðu að baki árásinni. Leikurinn er gerður fyrir PC, PlayStation 2 og Xbox og ekki ómerkari leikarar en Michael York, Cheech Marin, Robert Davi, Michael Rappaport og Robert Loggia ljá persónum raddir sínar. Leikjavísir Menning Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Al Pacino fór hamförum árið 1983 í hlutverki kúbanska glæpakóngsins Tony Montana í hinni ofbeldisfullu Scarface eftir Brian De Palma. Í lok myndarinnar féll Tony í trylltum skotbardaga við eiturlyfjagengi frá Kolombíu en nú rís hann upp í nýjum tölvuleik sem er beintegndur myndinni. Leikurinn, Scarface : The World is Yours, sver sig í ætt við myndina og býður spilurum upp á ofbeldisfulla skotveislu í hágæðagrafík. Leikurinn hefst á lokabardaga bíómyndarinnar en núkemst Tony lífs af og leikmenn bregða sér í gervi hans og fá það verkefni að endurreisa glæpaveldi kappans og ná fram hefndum á andskotum hans sem stóðu að baki árásinni. Leikurinn er gerður fyrir PC, PlayStation 2 og Xbox og ekki ómerkari leikarar en Michael York, Cheech Marin, Robert Davi, Michael Rappaport og Robert Loggia ljá persónum raddir sínar.
Leikjavísir Menning Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira