Lengsti plötusamningur Íslandssögunnar 17. október 2006 13:30 Bubbi Morthens ásamt umboðsmanni sínum Páli Eyjólfssyni, sem mun annast útgáfustjórn á plötum Bubba. MYND/Stefán Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur undirritað tímamótasamning við Senu um útgáfu að minnsta kosti tíu nýrra platna á næstu tíu til fimmtán árum. Um er að ræða lengsta plötusamning Íslandssögunnar. Plöturnar koma út undir merkjum nýs útgáfufyrirtækis, Blindsker, sem stofnað var í tengslum við útgáfuna. Sena eignast jafnframt útgáfuréttinn á öllum hljóðritunum Bubba. Ég er búinn að semja efni á nýja plötu sem ég ætla að byrja vonandi að taka upp í janúar eða febrúar. Ég hef grun um það að það verði mjög hrá rokkplata, segir Bubbi. Svo á ég gróflega efni á fjórar til fimm plötur. Ég hef ekki orðið var við heilabilanir eða neitt því um líkt, þannig að ég er á því ég verði í helvíti góðu standi alla vega næstu, segjum fjörutíu árin. Ég er búinn að strengja þess heit að ég mun spila svo lengi sem ég get labbað inn á svið. Mér finnst það göfugt markmið að taka menn eins og Johnny Lee Hooker og Johnny Cash mér til fyrirmyndar, segir Bubbi. Samningurinn nær einnig út fyrir landssteinana. Ég á helling af lögum á dönsku og það getur vel verið að við bætumst í þetta lið sem er að bögga Dani þessa dagana, segir hann. Í gær komu einnig út á tvöföldum geisladiski og DVD-mynddiski vel heppnaðir afmælistónleikar Bubba frá því í sumar, 06.06.06. Menning Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur undirritað tímamótasamning við Senu um útgáfu að minnsta kosti tíu nýrra platna á næstu tíu til fimmtán árum. Um er að ræða lengsta plötusamning Íslandssögunnar. Plöturnar koma út undir merkjum nýs útgáfufyrirtækis, Blindsker, sem stofnað var í tengslum við útgáfuna. Sena eignast jafnframt útgáfuréttinn á öllum hljóðritunum Bubba. Ég er búinn að semja efni á nýja plötu sem ég ætla að byrja vonandi að taka upp í janúar eða febrúar. Ég hef grun um það að það verði mjög hrá rokkplata, segir Bubbi. Svo á ég gróflega efni á fjórar til fimm plötur. Ég hef ekki orðið var við heilabilanir eða neitt því um líkt, þannig að ég er á því ég verði í helvíti góðu standi alla vega næstu, segjum fjörutíu árin. Ég er búinn að strengja þess heit að ég mun spila svo lengi sem ég get labbað inn á svið. Mér finnst það göfugt markmið að taka menn eins og Johnny Lee Hooker og Johnny Cash mér til fyrirmyndar, segir Bubbi. Samningurinn nær einnig út fyrir landssteinana. Ég á helling af lögum á dönsku og það getur vel verið að við bætumst í þetta lið sem er að bögga Dani þessa dagana, segir hann. Í gær komu einnig út á tvöföldum geisladiski og DVD-mynddiski vel heppnaðir afmælistónleikar Bubba frá því í sumar, 06.06.06.
Menning Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira