Skattar og skuldir 7. október 2006 06:00 Nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur tilkynnti í vor að fengnir yrðu óháðir aðilar til að gera úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar í upphafi nýs kjörtímabils. Það voru eðlileg viðbrögð í ljósi þess að í meira en átta ár hafði Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýnt R-listann fyrir að safna skuldum, hækka álögur á borgarbúa og auka útgjöldin úr hófi fram. Fór gagnrýnin sérstaklega hátt í kosningabaráttu flokksins 2002 en lítið heyrðist talað um fjármál Reykjavíkurborgar í aðdraganda síðustu sveitastjórnarkosninga. Kjósendur voru orðnir langþreyttir á endalausum upptalningum á tölum sem þeir skildu ekki og staðföstum andmælum borgarfulltrúa R-listans. Borgarstjóri og formaður borgarráðs kynntu skýrslu endurskoðendafyrirtækisins KPMG síðastliðinn fimmtudag. Ein megin niðurstaða úttektarinnar er að rekstrartekjur Reykjavíkurborgar hafi á árunum 2002-2006 ekki dugað fyrir almennum rekstrargjöldum. Hallarekstur borgarsjóðs var viðvarandi öll þessi ár. Þetta hafði það í för með sér að skuldirnar hrönnuðust upp. Í úttektinni kemur fram að heildarskuldir borgarsjóðs hækkuðu um rúma tíu milljarða króna á tímabilinu. Eignirnar rýrnuðu um 1,6 milljarða króna. Niðurstaðan er að eigið fé Reykjavíkurborgar, eignir að frádregnum skuldum, hefur rýrnað um um rúma 13 milljarða einungis frá árinu 2002. Fyrrverandi borgarstjórar R-listans lýstu rekstri borgarinnar við rekstur fyrirtækis. Þeir hefðu fengið uppsagnarbréfið afhent strax fyrsta árið. Þá segir í úttektinni að fjárfestingar borgarsjóðs og fyrirtækja í eigu borgarinnar frá árinu 2002 hafi að stórum hluta verið fjármagnaðar með skuldaaukningu. Vinstri menn segja þetta arðbærar fjárfestingar, jafnvel eftirsóknustu skuldir landsins, og vísa oftast til framkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur. Af 77 milljörðum króna sem var varið í fjárfestingar er aðeins hægt að rekja 47 milljarða til fjárfestinga Orkuveitunnar. Ætlar einhver að halda því fram að ríkissjóður hafi ekki líka þurft að fjárfesta fyrir háar fjárhæðir á þessu tímabili? Veltuaukning hefur auðvitað aukið tekjur ríkissjóðs úr hófi og minnkað aðhald í útgjöldum. En það er bót í máli að helsti höfuðverkur gæslumanna ríkissjóðs stafar af vangaveltum hvort æskilegt sé að greiða meira niður skuldir án þess að draga úr skilvirkni lánamarkaðarins. Á meðan skuldir ríkissjóðs lækka ár frá ári aukast skuldir borgarsjóðs. Þar hefur ekki verið hægt að fjárfesta án þess að fá peninga að láni. Það segir sig sjálft að ef einhver ræki heimilið sitt með þessum hætti yrði fjölskyldan fljótt gjaldþrota. Það er ekki hægt að auka skuldir endalaust, eyða um efni fram og fá lánað fyrir öllum nauðsynlegum fjárfestingum. Þetta skilja flestir. Hins vegar fer Reykjavíkurborg ekki á hausinn því stjórnmálamenn geta alltaf sótt meiri peninga í vasa borgarbúa. Skuldir í dag þýða því auknir skattar á morgun. Fyrir þessu finna Reykvíkingar. Nú sækist Samfylkingin eftir að leiða ríkisstjórn eftir næstu alþingiskosningar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem ber mikla ábyrgð á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar sem fyrrverandi borgarstjóri, óskar eftir stuðningi landsmanna. Er henni treystandi til þess? Fyrst þarf hún að sannfæra kjósendur um að ríkissjóður fari ekki sömu leið og borgarsjóður taki hún við stjórnartaumunum. Og orð hennar verða að hafa einhverja þýðingu í þetta sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur tilkynnti í vor að fengnir yrðu óháðir aðilar til að gera úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar í upphafi nýs kjörtímabils. Það voru eðlileg viðbrögð í ljósi þess að í meira en átta ár hafði Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýnt R-listann fyrir að safna skuldum, hækka álögur á borgarbúa og auka útgjöldin úr hófi fram. Fór gagnrýnin sérstaklega hátt í kosningabaráttu flokksins 2002 en lítið heyrðist talað um fjármál Reykjavíkurborgar í aðdraganda síðustu sveitastjórnarkosninga. Kjósendur voru orðnir langþreyttir á endalausum upptalningum á tölum sem þeir skildu ekki og staðföstum andmælum borgarfulltrúa R-listans. Borgarstjóri og formaður borgarráðs kynntu skýrslu endurskoðendafyrirtækisins KPMG síðastliðinn fimmtudag. Ein megin niðurstaða úttektarinnar er að rekstrartekjur Reykjavíkurborgar hafi á árunum 2002-2006 ekki dugað fyrir almennum rekstrargjöldum. Hallarekstur borgarsjóðs var viðvarandi öll þessi ár. Þetta hafði það í för með sér að skuldirnar hrönnuðust upp. Í úttektinni kemur fram að heildarskuldir borgarsjóðs hækkuðu um rúma tíu milljarða króna á tímabilinu. Eignirnar rýrnuðu um 1,6 milljarða króna. Niðurstaðan er að eigið fé Reykjavíkurborgar, eignir að frádregnum skuldum, hefur rýrnað um um rúma 13 milljarða einungis frá árinu 2002. Fyrrverandi borgarstjórar R-listans lýstu rekstri borgarinnar við rekstur fyrirtækis. Þeir hefðu fengið uppsagnarbréfið afhent strax fyrsta árið. Þá segir í úttektinni að fjárfestingar borgarsjóðs og fyrirtækja í eigu borgarinnar frá árinu 2002 hafi að stórum hluta verið fjármagnaðar með skuldaaukningu. Vinstri menn segja þetta arðbærar fjárfestingar, jafnvel eftirsóknustu skuldir landsins, og vísa oftast til framkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur. Af 77 milljörðum króna sem var varið í fjárfestingar er aðeins hægt að rekja 47 milljarða til fjárfestinga Orkuveitunnar. Ætlar einhver að halda því fram að ríkissjóður hafi ekki líka þurft að fjárfesta fyrir háar fjárhæðir á þessu tímabili? Veltuaukning hefur auðvitað aukið tekjur ríkissjóðs úr hófi og minnkað aðhald í útgjöldum. En það er bót í máli að helsti höfuðverkur gæslumanna ríkissjóðs stafar af vangaveltum hvort æskilegt sé að greiða meira niður skuldir án þess að draga úr skilvirkni lánamarkaðarins. Á meðan skuldir ríkissjóðs lækka ár frá ári aukast skuldir borgarsjóðs. Þar hefur ekki verið hægt að fjárfesta án þess að fá peninga að láni. Það segir sig sjálft að ef einhver ræki heimilið sitt með þessum hætti yrði fjölskyldan fljótt gjaldþrota. Það er ekki hægt að auka skuldir endalaust, eyða um efni fram og fá lánað fyrir öllum nauðsynlegum fjárfestingum. Þetta skilja flestir. Hins vegar fer Reykjavíkurborg ekki á hausinn því stjórnmálamenn geta alltaf sótt meiri peninga í vasa borgarbúa. Skuldir í dag þýða því auknir skattar á morgun. Fyrir þessu finna Reykvíkingar. Nú sækist Samfylkingin eftir að leiða ríkisstjórn eftir næstu alþingiskosningar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem ber mikla ábyrgð á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar sem fyrrverandi borgarstjóri, óskar eftir stuðningi landsmanna. Er henni treystandi til þess? Fyrst þarf hún að sannfæra kjósendur um að ríkissjóður fari ekki sömu leið og borgarsjóður taki hún við stjórnartaumunum. Og orð hennar verða að hafa einhverja þýðingu í þetta sinn.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun