NATO tekur við her-stjórn í Afganistan 6. október 2006 05:00 Nato tekur við Breski herforinginn David Richards, lengst til hægri, tekur í höndina á Hamid Karzai, forseta Afganistans. Vinstra megin situr bandaríski herforinginn Karl Eikenberry. MYND/AP Atlandshafsbandalagið tók í gær við yfirstjórn erlenda herliðsins í austurhluta Afganistans og er þar með komið með alla yfirstjórn heraflans í landinu á sínar herðar. Breski herforinginn Richard Davis, sem er yfirmaður NATO-sveitanna í Afganistan, flutti stutta ræðu í gær í tilefni af þessu og sagði umskiptin söguleg. Bandaríkin hafa þar með afsalað sér yfirstjórn hernaðarins í Afganistan. Þrátt fyrir að hörð átök hafi geisað í suðurhluta landsins undanfarið fullyrti Davis að NATO myndi ná góðum tökum á öryggismálunum og sagði í gríni að hann myndi mæta fyrir aftökusveit ef öryggisástandið í landinu yrði ekki orðið betra í febrúar á næsta ári. Meira en þrjú þúsund manns hafa týnt lífinu í átökum í Afganistan á þessu ári, flestir þeirra herskáir talibanar en einnig töluvert af erlendum og afgönskum hermönnum. Uppreisn talibana náði hámarki í sumar og hafa átökin í landinu ekki verið harðari frá því að talibanastjórnin féll fyrir fimm árum. Að NATO skuli hafa tekið við stjórn alls heraflans í Afganistan er greinilegt merki um breyttar áherslur bandalagsins, sem sér ekki lengur ástæðu til þess að takmarka aðgerðir sínar við Norður-Atlantshafssvæðið. „NATO hefur aldrei gengist undir slíka raun, sem þessa,“ segir Seth Jones, bandarískur sérfræðingur í málefnum Afganistans. „Bandalagið á gífurlega erfitt verkefni fyrir höndum.“ Heraflinn, sem nú er allur kominn undir yfirstjórn NATO, er skipaður 31 þúsund hermönnum. Flestir þeirra eru bandarískir, eða 12 þúsund, en rúmlega fimm þúsund eru frá Bretlandi, tæplega þrjú þúsund frá Þýskalandi og svo eru Holland, Kanada, Ítalía og Frakkland einnig með þúsund hermenn eða fleiri, hvert land. Inni í þessum tölum um fjölda hermanna eru fimmtán íslenskir friðargæsluliðar, sem flestir starfa á flugvellinum í Kabúl við fjölbreytileg störf. Meðal annars starfa þar íslenskir slökkviliðsmenn, flugumsjónarmenn og vélamenn, en Tyrkir tóku við stjórn flugvallarins af Íslendingum snemma á síðasta ári. Erlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira
Atlandshafsbandalagið tók í gær við yfirstjórn erlenda herliðsins í austurhluta Afganistans og er þar með komið með alla yfirstjórn heraflans í landinu á sínar herðar. Breski herforinginn Richard Davis, sem er yfirmaður NATO-sveitanna í Afganistan, flutti stutta ræðu í gær í tilefni af þessu og sagði umskiptin söguleg. Bandaríkin hafa þar með afsalað sér yfirstjórn hernaðarins í Afganistan. Þrátt fyrir að hörð átök hafi geisað í suðurhluta landsins undanfarið fullyrti Davis að NATO myndi ná góðum tökum á öryggismálunum og sagði í gríni að hann myndi mæta fyrir aftökusveit ef öryggisástandið í landinu yrði ekki orðið betra í febrúar á næsta ári. Meira en þrjú þúsund manns hafa týnt lífinu í átökum í Afganistan á þessu ári, flestir þeirra herskáir talibanar en einnig töluvert af erlendum og afgönskum hermönnum. Uppreisn talibana náði hámarki í sumar og hafa átökin í landinu ekki verið harðari frá því að talibanastjórnin féll fyrir fimm árum. Að NATO skuli hafa tekið við stjórn alls heraflans í Afganistan er greinilegt merki um breyttar áherslur bandalagsins, sem sér ekki lengur ástæðu til þess að takmarka aðgerðir sínar við Norður-Atlantshafssvæðið. „NATO hefur aldrei gengist undir slíka raun, sem þessa,“ segir Seth Jones, bandarískur sérfræðingur í málefnum Afganistans. „Bandalagið á gífurlega erfitt verkefni fyrir höndum.“ Heraflinn, sem nú er allur kominn undir yfirstjórn NATO, er skipaður 31 þúsund hermönnum. Flestir þeirra eru bandarískir, eða 12 þúsund, en rúmlega fimm þúsund eru frá Bretlandi, tæplega þrjú þúsund frá Þýskalandi og svo eru Holland, Kanada, Ítalía og Frakkland einnig með þúsund hermenn eða fleiri, hvert land. Inni í þessum tölum um fjölda hermanna eru fimmtán íslenskir friðargæsluliðar, sem flestir starfa á flugvellinum í Kabúl við fjölbreytileg störf. Meðal annars starfa þar íslenskir slökkviliðsmenn, flugumsjónarmenn og vélamenn, en Tyrkir tóku við stjórn flugvallarins af Íslendingum snemma á síðasta ári.
Erlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira