Evrópusambandið samþykkti í gær nýjar reglur um handfarangur í flugvélum. Mega farþegar nú hafa með sér samtals einn desilítra af vökva í snyrtivörum sínum og bera verður slíkan vökva í gegnsæjum plastpokum sem hægt er að loka.
Nú deila flugfélög 34 atriðum um farþega sína með yfirvöldum í Bandaríkjunum, meðal annars nöfnum, heimilisföngum og greiðslukortaupplýsingum. Vilja yfirvöld vestra geta sýnt þau lögreglu og fleirum.