Gusenbauer næsti kanslari 4. október 2006 06:00 Gusenbauer og Schüssel Alfred Gusenbauer, leiðtogi jafnaðarmanna, og Wolfgang Schüssel, fráfarandi kanslari og leiðtogi íhaldsmanna, takast í hendur í sjónvarpssal að kvöldi kjördags. MYND/AP Wolfgang Schüssel, kanslari Austurríkis og leiðtogi Þjóðarflokksins ÖVP, baðst í gær lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, tveimur dögum eftir þingkosningar í landinu. Þau óvæntu úrslit urðu í kosningunum að jafnaðarmenn hrósuðu sigri, hlutu hálfu öðru prósentustigi meira fylgi en flokkur Schüssels. Á grundvelli þessara úrslita getur Alfred Gusenbauer, formaður austurríska Jafnaðarmannaflokksins SPÖ, gert tilkall til kanslarastólsins. Hann segist gera ráð fyrir að fara í stjórnarmyndunarviðræður annað hvort við ÖVP eða græningja. SPÖ fékk 35,7 prósent atkvæða en ÖVP 34,2 prósent. Þriðji stærsti flokkurinn varð Frelsisflokkurinn með 11,2 prósent atkvæða, en hann beitti sér í kosningabaráttunni fyrir hertri stefnu gegn innflytjendum. Klofningsframboð Jörgs Haiders og fylgismanna hans, Bandalag fyrir framtíð Austurríkis (BZÖ), fékk rétt yfir þeim fjórum prósentustigum sem er lágmarkið til að fá úthlutað þingsætum. Þessi úrslit gætu reyndar breyst, þar sem utankjörfundaratkvæði verða ekki talin fyrr en í næstu viku. Mestu myndi breyta ef BZÖ félli niður fyrir fjögurra prósenta þröskuldinn, en þar með myndu þingsæti hans deilast á hina flokkana og væntanlega gera jafnaðarmönnum og græningjum mögulegt að mynda tveggja flokka meirihluta saman. Sá meirihluti yrði hins vegar mjög naumur. Enda þykir stjórnmálaskýrendum líklegast í stöðunni að stóru flokkarnir tveir myndi saman stjórn undir forystu Gusenbauers. Þessir tveir flokkar stjórnuðu landinu í helmingaskiptastjórn í 45 ár. Það var til að brjóta það stjórnarmynstur upp sem Schüssel valdi þann kostinn fyrir sex og hálfu ári að mynda stjórn með Frelsisflokknum, sem kallaði pólitískar refsiaðgerðir yfir landið af hálfu leiðtoga Evrópusambandsins. Á þeim tíma var meirihluti ríkisstjórna aðildarríkjanna undir forystu jafnaðarmanna sem þóttu Frelsisflokkurinn ekki ríkisstjórnartækur. Stjórnarmeirihluti ÖVP og Frelsisflokksins hélt naumlega velli í kosningunum 2002, en í fyrra klofnaði Frelsisflokkurinn og fylgismenn Haiders stofnuðu BZÖ. BZÖ-menn, undir forystu Peters Westenthalers, héldu stjórnarsamstarfinu við ÖVP áfram en Frelsisflokksmenn fóru í stjórnarandstöðu. Erlent Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Wolfgang Schüssel, kanslari Austurríkis og leiðtogi Þjóðarflokksins ÖVP, baðst í gær lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, tveimur dögum eftir þingkosningar í landinu. Þau óvæntu úrslit urðu í kosningunum að jafnaðarmenn hrósuðu sigri, hlutu hálfu öðru prósentustigi meira fylgi en flokkur Schüssels. Á grundvelli þessara úrslita getur Alfred Gusenbauer, formaður austurríska Jafnaðarmannaflokksins SPÖ, gert tilkall til kanslarastólsins. Hann segist gera ráð fyrir að fara í stjórnarmyndunarviðræður annað hvort við ÖVP eða græningja. SPÖ fékk 35,7 prósent atkvæða en ÖVP 34,2 prósent. Þriðji stærsti flokkurinn varð Frelsisflokkurinn með 11,2 prósent atkvæða, en hann beitti sér í kosningabaráttunni fyrir hertri stefnu gegn innflytjendum. Klofningsframboð Jörgs Haiders og fylgismanna hans, Bandalag fyrir framtíð Austurríkis (BZÖ), fékk rétt yfir þeim fjórum prósentustigum sem er lágmarkið til að fá úthlutað þingsætum. Þessi úrslit gætu reyndar breyst, þar sem utankjörfundaratkvæði verða ekki talin fyrr en í næstu viku. Mestu myndi breyta ef BZÖ félli niður fyrir fjögurra prósenta þröskuldinn, en þar með myndu þingsæti hans deilast á hina flokkana og væntanlega gera jafnaðarmönnum og græningjum mögulegt að mynda tveggja flokka meirihluta saman. Sá meirihluti yrði hins vegar mjög naumur. Enda þykir stjórnmálaskýrendum líklegast í stöðunni að stóru flokkarnir tveir myndi saman stjórn undir forystu Gusenbauers. Þessir tveir flokkar stjórnuðu landinu í helmingaskiptastjórn í 45 ár. Það var til að brjóta það stjórnarmynstur upp sem Schüssel valdi þann kostinn fyrir sex og hálfu ári að mynda stjórn með Frelsisflokknum, sem kallaði pólitískar refsiaðgerðir yfir landið af hálfu leiðtoga Evrópusambandsins. Á þeim tíma var meirihluti ríkisstjórna aðildarríkjanna undir forystu jafnaðarmanna sem þóttu Frelsisflokkurinn ekki ríkisstjórnartækur. Stjórnarmeirihluti ÖVP og Frelsisflokksins hélt naumlega velli í kosningunum 2002, en í fyrra klofnaði Frelsisflokkurinn og fylgismenn Haiders stofnuðu BZÖ. BZÖ-menn, undir forystu Peters Westenthalers, héldu stjórnarsamstarfinu við ÖVP áfram en Frelsisflokksmenn fóru í stjórnarandstöðu.
Erlent Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent