Viðskipti erlent

Endurnýja ekki flugflotann

Alexander Lebedev, einn af stærstu hluthöfum rússneska flugfélagsins Aeroflot, vísar því á bug að skrifað hafi verið undir samning um kaup á 22 farþegaflugvélum frá Boeing og jafnmörgum vélum frá Airbus.

Þetta er þvert á það sem Valery Okulov, forstjóri flugfélagsins, sagði í síðustu viku er hann skýrði frá því að félagið hygðist kaupa 44 vélar á árunum 2010 til 2016.

Lebedev sagði félagið hafa kannað kaup á vélunum en fjarstæða væri að fullyrða að þeim væri lokið. Það væri óskhyggja. Við höfum enga hugmynd um það hvað stjórnvöld hyggjast gera, sagði hann en fyrirtæki hans á þrjátíu prósenta hlut í Aeroflot á móti rússneska ríkinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×