Erlent

Komið til móts við fátæka

Greinilegur sáttatónn er í mexíkóskum þingmönnum eftir rúmlega þriggja mánaða pólitískar deilur vegna forsetakosninganna þar í landi. PAN-flokkur sigurvegarans Felipes Calderón, sem er talinn flokkur kaupsýslumanna og efnaðri laga samfélagsins, leggur sig nú fram við að koma til móts við stuðningsmenn López Obrador, sem höfðaði til fátækustu kjósendanna og tapaði kosningunum naumlega.

PAN-flokkurinn hefur nú kynnt væntanleg lagafrumvörp og stendur meðal annars til að bjóða upp á ódýrari heilbrigðisþjónustu og auka réttindi frumbyggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×