Vaira Vike-Freiberga, forseti Lettlands, vonast til þess að framboð sitt til embættis aðalritara Sameinuðu þjóðanna verði til þess að auðvelda konum aðgang að strákagengi því sem hafi ginið yfir ákvarðanatöku um æðstu embætti SÞ.
Framboð Vike-Freiberga hefur mætt andstöðu Kínverja og Rússa. Kínverjar vilja að næsti aðalritari verði Asíumaður og samband Rússa við Lettland er ekki upp á marga fiska. Sjálf segist hún ekki ýkja bjartsýn á að ná kjöri. Allir keppinautar hennar eru karlmenn frá Asíu.