Þrýsta á afsögn Gyurcsanys 20. september 2006 07:30 Verksummerki óeirða Eyðilagður lögreglubíll fyrir utan höfuðstöðvar ungverska ríkissjónvarpsins í Búdapest í gær. MYND/AP Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði í gær að atburðir þeir sem áttu sér stað í Búdapest í fyrrinótt hefðu gert hana að „lengstu og myrkustu nótt“ í sögu landsins frá því kommúnisminn féll árið 1989. Um 150 manns slösuðust í óeirðum sem upphófust eftir að spiluð var í ungverska ríkisútvarpinu upptaka af ræðu Gyurcsanys í lokuðum hópi flokksmanna sinna, en í ræðunni segir hann að ríkisstjórn hans hefði „logið öllum stundum“ um ástand efnahagsmála í landinu í aðdraganda þingkosninga í apríl síðastliðnum. Mótmælendum og óeirðalögreglu laust saman við höfuðstöðvar ungverska sjónvarpsins í Búdapest í fyrrakvöld. Mótmælendur báru lögregluna ofurliði og gengu berserksgang í sjónvarpshúsinu. Lágu allar útsendingar niðri um hríð. Um 150 manns slösuðust í átökunum, þar af 102 lögreglumenn. Einn var lagður inn á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka, að sögn talsmanns lögreglunnar. Í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Gyurcsany að hann hafnaði því algerlega að verða við kröfum um að víkja úr embætti vegna málsins. Hann sór hins vegar að hann myndi halda til streitu efnahagsumbótaáætlun sinni. „Ég fer hvergi og gegni starfi mínu áfram. Það á hug minn allan að hrinda áætluninni í framkvæmd,“ segir Gyurcsany. „Ég veit að fólk á erfitt með að kyngja þessu, en þetta er eina leiðin fram á við fyrir Ungverjaland.“ Gyurcsany fordæmdi „skemmdarfýsn“ þeirra á að giska tvö þúsund til þrjú þúsund mótmælenda sem réðust inn í sjónvarpshúsið. Hann sagðist jafnframt hafa fullt traust á lögreglunni að koma aftur á friði og ró. Bræðin sem hin umdeilda upptaka hefur leyst úr læðingi er rakin til sparnaðaraðgerða stjórnvalda, sem þau hafa gripið til í því skyni að freista þess að hemja fjárlagahallann, sem stefnir í að verða meira en tíu prósent af vergri landsframleiðslu í ár, og þar með langmesti hallinn sem um getur í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Meðal aðgerða sem boðaðar hafa verið í þessu skyni eru skattahækkanir, uppsagnir fjölda ríkisstarfsmanna, og að tekin verði upp þjónustugjöld í heilbrigðisþjónustu og skólagjöld fyrir flesta háskólanema. Samsteypustjórn Sósíalistaflokks Gyurcsanys og frjálsra demókrata var fyrsta ríkisstjórn Ungverjalands sem náði endurkjöri eftir að lýðræði komst aftur á í landinu árið 1990. Erlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði í gær að atburðir þeir sem áttu sér stað í Búdapest í fyrrinótt hefðu gert hana að „lengstu og myrkustu nótt“ í sögu landsins frá því kommúnisminn féll árið 1989. Um 150 manns slösuðust í óeirðum sem upphófust eftir að spiluð var í ungverska ríkisútvarpinu upptaka af ræðu Gyurcsanys í lokuðum hópi flokksmanna sinna, en í ræðunni segir hann að ríkisstjórn hans hefði „logið öllum stundum“ um ástand efnahagsmála í landinu í aðdraganda þingkosninga í apríl síðastliðnum. Mótmælendum og óeirðalögreglu laust saman við höfuðstöðvar ungverska sjónvarpsins í Búdapest í fyrrakvöld. Mótmælendur báru lögregluna ofurliði og gengu berserksgang í sjónvarpshúsinu. Lágu allar útsendingar niðri um hríð. Um 150 manns slösuðust í átökunum, þar af 102 lögreglumenn. Einn var lagður inn á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka, að sögn talsmanns lögreglunnar. Í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Gyurcsany að hann hafnaði því algerlega að verða við kröfum um að víkja úr embætti vegna málsins. Hann sór hins vegar að hann myndi halda til streitu efnahagsumbótaáætlun sinni. „Ég fer hvergi og gegni starfi mínu áfram. Það á hug minn allan að hrinda áætluninni í framkvæmd,“ segir Gyurcsany. „Ég veit að fólk á erfitt með að kyngja þessu, en þetta er eina leiðin fram á við fyrir Ungverjaland.“ Gyurcsany fordæmdi „skemmdarfýsn“ þeirra á að giska tvö þúsund til þrjú þúsund mótmælenda sem réðust inn í sjónvarpshúsið. Hann sagðist jafnframt hafa fullt traust á lögreglunni að koma aftur á friði og ró. Bræðin sem hin umdeilda upptaka hefur leyst úr læðingi er rakin til sparnaðaraðgerða stjórnvalda, sem þau hafa gripið til í því skyni að freista þess að hemja fjárlagahallann, sem stefnir í að verða meira en tíu prósent af vergri landsframleiðslu í ár, og þar með langmesti hallinn sem um getur í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Meðal aðgerða sem boðaðar hafa verið í þessu skyni eru skattahækkanir, uppsagnir fjölda ríkisstarfsmanna, og að tekin verði upp þjónustugjöld í heilbrigðisþjónustu og skólagjöld fyrir flesta háskólanema. Samsteypustjórn Sósíalistaflokks Gyurcsanys og frjálsra demókrata var fyrsta ríkisstjórn Ungverjalands sem náði endurkjöri eftir að lýðræði komst aftur á í landinu árið 1990.
Erlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira