Erlent

Renna hýru auga til Moskvu

Kjörstaður í Tiraspol. Íbúar höfuðborgar Trans-Dniester kjósa um framtíð sína undir rauða og græna héraðsfánanum frá tíma Sovétríkjanna.
Kjörstaður í Tiraspol. Íbúar höfuðborgar Trans-Dniester kjósa um framtíð sína undir rauða og græna héraðsfánanum frá tíma Sovétríkjanna.

Íbúar Trans-Dniester-héraðs í fyrrverandi sovétlýðveldinu Moldavíu kusu í gær um hvort héraðið ætti að halda áfram baráttu sinni um að sameinast Rússlandi. Búist er við að sameiningarstefnan verði samþykkt með yfirburðum, enda styðja allir stjórnmálaflokkar héraðsins sameiningu og móðurmál langflestra af 390 þúsund íbúum þess er rússneska. Opinbert mál Moldavíu er rúmenska.

Ríkisstjórn Moldavíu segist munu virða útkomu kosninganna að vettugi, en hún háði stríð við rússneskumælandi aðskilnaðarsinna árið 1992 með þeim afleiðingum að um 1.500 manns létust. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa einnig gagnrýnt atkvæðagreiðsluna, og segja hana geta orðið fordæmi fyrir rússneska aðskilnaðarsinna í öðrum fyrrverandi sovétlýðveldum.

Leiðtogi Trans-Dniester-héraðs, Igor Smirnov, styður þjóðaratkvæðagreiðsluna, en rússnesk stjórnvöld hafa ekkert gefið upp um hvort þau séu tilbúin að innlima þetta bágstadda hérað.

Mörg önnur fyrrverandi sovétlýðveldi hafa ákveðið framtíð sína án þess að spyrja þjóð sína, til dæmis Úkraína og Moldavía, sem vilja ganga í Nató og ESB án þess að spyrja kjósendur, sagði Smirnov, þegar hann greiddi atkvæði með aðskilnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×