Erlent

Vilja afnema nauðgunarlög

Mannréttindasamtök í Pakistan hafa krafist þess að stjórnvöld ógildi íslömsk nauðgunarlög sem eru við lýði í landinu. Samkvæmt núverandi lögum þarf kona að framvísa fjórum vitnum til þess að sanna að sér hafi verið nauðgað.

Brot af þessu tagi eiga sér sjaldnast stað á almenningsvettvangi og því er nánast ómögulegt fyrir konur að fá tilskilinn fjölda vitna til að koma fram. Lögin voru sett árið 1979 af fyrrum herforingjastjórn landsins sem tilraun til að auka vægi íslamstrúar í pakistönsku samfélagi. Samtökin telja að lögin sverti ímynd Pakistans út á við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×