Upptaka með ummælum ríkisstjóra Kaliforníu hefur vakið athygli í Bandaríkjunum. Á henni heyrist Arnold Schwarzenegger lýsa Kúbverjum og Púertó Ríkó-mönnum sem sérlega blóðheitu og herskáu fólki, vegna blöndu „svarts blóðs“, og „blóðs latínóa“, en latínóar eru menn af rómönsk-amerísku bergi brotnir og svarta blóðið vísar til blökkumanna.
Fyrrum leikarinn hefur beðist opinberrar afsökunar á ummælunum og sagt að hann myndi ekki líða börnum sínum að tala svona.