Neyddi kvalara sinn til að halda upp á jól 7. september 2006 07:30 Blöðin seld í Vínarborg Myndir af Natöschu Kampusch prýddu forsíður blaðanna tveggja í gær, þar sem birt voru fyrstu viðtölin við hana. MYND/AP Austurríki „Ég hugsaði stöðugt um að flýja,“ sagði Natascha Kampusch, hin átján ára gamla austurríska stúlka sem fyrir tveimur vikum flúði frá mannræningja sínum. Hún kom í gær í fyrsta sinn fram opinberlega og tjáði sig um dvölina hjá Wolfgang Priklopil, sem hélt henni í átta ár nauðugri í litlum sérútbúnum klefa undir bílskúrnum heima hjá sér. Eftir að hún slapp út hefur hún dvalist á sjúkrahúsi í Vínarborg þar sem hún segir að sér líði vel, umkringd læknum og sálfræðingum. Það eina sem hrjái hana sé kvef, sem hún var ekki lengi að smitast af eftir að hún slapp úr einangruninni. Hún kom fram í sjónvarpsviðtali, sem austurríska sjónvarpsstöðin ORF sýndi í gærkvöld, og einnig birtust í gær við hana viðtöl í tveimur austurrískum blöðum, vikuritinu News og dagblaðinu Kronen-Zeitung. Hún sagðist ekki vilja tala mikið um ræningja sinn, en viðurkenndi þó að hafa stundum hugsað illa til hans. „Stundum dreymdi mig um að höggva af honum hausinn, ef ég hefði átt öxi.“ Hún segist ekki hafa skipulagt flótta sinn fyrirfram, en frá tólf ára aldri hafi hún stöðugt hugsað um það, hvenær hún yrði tilbúin til þess að flýja. Þegar stundin kom tók hún ákvörðun mjög skyndilega. „Ég vissi á þeirri stund, að ef ég gerði það ekki nú, þá kæmi tækifærið kannski aldrei aftur.“ Daginn sem henni var rænt, 2. mars árið 1998, fór hún ein í skólann og sá á leiðinni grunsamlegan mann sitja í bifreið. Hún segir að það hafi hvarflað að sér að fara yfir götuna,vegna þess að henni leist ekki á manninn, en sagt við sjálfa sig: „Hann bítur þig ekki. Og ég gekk bara áfram. Og hann réðst á mig. Ég reyndi að öskra, en það kom ekkert hljóð.“ Fyrst þegar hún kom í klefann þurfti hún að dúsa þar góða stund í niðamyrkri. „Það var hræðilegt. Ég var að fá innilokunarkennd og sló með vatnsflöskum í veggina eða með hnefunum.“ Fyrsta hálfa árið fékk hún aldrei að fara út úr klefanum, en eftir það mátti hún fara upp á baðherbergi til að þvo sér. „Hann var mjög tortrygginn.“ Hún segist hafa neytt hann til þess að halda upp á jól og páska með sér, og hún fékk að halda upp á afmælið sitt. Seinni árin fékk hún oft að fara út úr húsi í fylgd Priklopils, en hann hafi hótað því að drepa alla sem hún myndi reyna að hafa samband við. „Og ég gat ekki tekið áhættuna á því.“ Í búðum kom stundum afgreiðslufólk til hennar og spurði: Get ég aðstoðað yður? „Og þá stóð ég bara dauðhrædd og lokuð og með hjartslátt og blóðrásartruflanir. Og gat mig varla hreyft.“ Hún var meðal annars spurð að því, hvernig hún hafi lært að lifa með einsemdinni. „Ég var ekkert einmana. Í hjarta mínu var fjölskyldan mín. Og góðar minningar lifðu alltaf með mér.“ Erlent Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Sjá meira
Austurríki „Ég hugsaði stöðugt um að flýja,“ sagði Natascha Kampusch, hin átján ára gamla austurríska stúlka sem fyrir tveimur vikum flúði frá mannræningja sínum. Hún kom í gær í fyrsta sinn fram opinberlega og tjáði sig um dvölina hjá Wolfgang Priklopil, sem hélt henni í átta ár nauðugri í litlum sérútbúnum klefa undir bílskúrnum heima hjá sér. Eftir að hún slapp út hefur hún dvalist á sjúkrahúsi í Vínarborg þar sem hún segir að sér líði vel, umkringd læknum og sálfræðingum. Það eina sem hrjái hana sé kvef, sem hún var ekki lengi að smitast af eftir að hún slapp úr einangruninni. Hún kom fram í sjónvarpsviðtali, sem austurríska sjónvarpsstöðin ORF sýndi í gærkvöld, og einnig birtust í gær við hana viðtöl í tveimur austurrískum blöðum, vikuritinu News og dagblaðinu Kronen-Zeitung. Hún sagðist ekki vilja tala mikið um ræningja sinn, en viðurkenndi þó að hafa stundum hugsað illa til hans. „Stundum dreymdi mig um að höggva af honum hausinn, ef ég hefði átt öxi.“ Hún segist ekki hafa skipulagt flótta sinn fyrirfram, en frá tólf ára aldri hafi hún stöðugt hugsað um það, hvenær hún yrði tilbúin til þess að flýja. Þegar stundin kom tók hún ákvörðun mjög skyndilega. „Ég vissi á þeirri stund, að ef ég gerði það ekki nú, þá kæmi tækifærið kannski aldrei aftur.“ Daginn sem henni var rænt, 2. mars árið 1998, fór hún ein í skólann og sá á leiðinni grunsamlegan mann sitja í bifreið. Hún segir að það hafi hvarflað að sér að fara yfir götuna,vegna þess að henni leist ekki á manninn, en sagt við sjálfa sig: „Hann bítur þig ekki. Og ég gekk bara áfram. Og hann réðst á mig. Ég reyndi að öskra, en það kom ekkert hljóð.“ Fyrst þegar hún kom í klefann þurfti hún að dúsa þar góða stund í niðamyrkri. „Það var hræðilegt. Ég var að fá innilokunarkennd og sló með vatnsflöskum í veggina eða með hnefunum.“ Fyrsta hálfa árið fékk hún aldrei að fara út úr klefanum, en eftir það mátti hún fara upp á baðherbergi til að þvo sér. „Hann var mjög tortrygginn.“ Hún segist hafa neytt hann til þess að halda upp á jól og páska með sér, og hún fékk að halda upp á afmælið sitt. Seinni árin fékk hún oft að fara út úr húsi í fylgd Priklopils, en hann hafi hótað því að drepa alla sem hún myndi reyna að hafa samband við. „Og ég gat ekki tekið áhættuna á því.“ Í búðum kom stundum afgreiðslufólk til hennar og spurði: Get ég aðstoðað yður? „Og þá stóð ég bara dauðhrædd og lokuð og með hjartslátt og blóðrásartruflanir. Og gat mig varla hreyft.“ Hún var meðal annars spurð að því, hvernig hún hafi lært að lifa með einsemdinni. „Ég var ekkert einmana. Í hjarta mínu var fjölskyldan mín. Og góðar minningar lifðu alltaf með mér.“
Erlent Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Sjá meira