Óeirðir voru í borginni Kondopoga í Kirjálahéruðunum í Rússlandi um helgina og gengu hundruð drukkinna nýnasista um borgina og kveiktu í eignum Kákasíumanna og rændu og rupluðu, að sögn vefútgáfu Hufvudstadsbladet.
Óróleikinn hófst í byrjun síðustu viku þegar tveir Rússar létu lífið í slagsmálum á tsjetsjenskri krá í borginni. Talið er að tveir Tsjetsjenar hafi myrt þá. Búið er að kveikja í kránni og öðrum veitingastöðum og fyrirtækjum.
Múslimar segja að kynþáttahatur blómstri og stjórnvöld horfi aðgerðalaus á.