Nikótínið í bandarískum sígarettum hefur verið aukið um tíu prósent á síðustu sex árum. Þar af leiðandi ánetjast fólk fyrr reykingum og erfiðara er fyrir það að hætta.
Þetta kemur fram í upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Massachusetts, einu af þremur ríkjum Bandaríkjanna sem fara fram á upplýsingar um nikótín frá framleiðendum.
Sýna upplýsingarnar að allir sígarettuframleiðendur hafi gerst sekir um aukninguna, en sérstaklega er hana að finna í Marlboro- og Camel-sígarettum sem eru vinsælar meðal ungra Bandaríkjamanna. Nikótínið í Kool-sígarettum hefur aukist um tuttugu prósent.