1919: Fyrsta stjórnarskrá hins fullvalda Finnlands tekur gildi. Í henni er kveðið á um tiltölulega valdamikinn forseta en jafnframt að þingið sé grundvallarstofnun stjórnskipunarinnar. Á fjórða áratugnum var þingið veikt vegna innbyrðis átaka og forsetinn stjórnaði í auknum mæli með tilskipunum.
1922: Lög um ráðherraábyrgð og Lög um Ríkisrétt samþykkt sem stjórnskipunarlög.
1928: Lög um Finnlandsþing samþykkt sem stjórnskipunarlög.
1970: Fyrsta stjórnarskrárnefndin skipuð, sem var falið það hlutverk að endurskoða stjórnarskrána. Lítið gerðist þó í þeim málum fyrr en að lokinni forsetatíð Urho Kekkonens árið 1981.
1981-1990: Á níunda áratugnum voru ýmsar stjórnarskrárbreytingar samþykktar í formi sérlaga, sem með auknum meirihluta var tiltölulega auðvelt að koma í framkvæmd. Þær sneru einna helst að því að takmarka vald forsetans, svo sem við ríkisstjórnarmyndun. Alls voru 869 slík sérlög samþykkt á tímabilinu 1919-1995, mörg giltu aðeins í skamman tíma.
1990-1994: Unnið að endurskoðun mannréttindakafla stjórnarskrárinnar.
1. ágúst 1995: Nýi mannréttindakaflinn gekk í gildi.
17. júní 1997: Tillaga að endurskoðaðri stjórnarskrá samþykkt í nefnd, eftir 17 mánaða starf.
6. febrúar 1998: Eftir að viðbrögðum hafði verið safnað við tillögunni var hún lögð fyrir þingið.
12. febrúar 1999: Tillagan samþykkt á Finnlandsþingi með 175 atkvæðum gegn tveimur.
1. mars 2000: Nýja stjórnarskráin gekk í gildi.