Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, þótti óvirtur af forseta Írans í heimsókn sinni þangað á dögunum. Annan hafði mælst til þess að ríkjandi söguskoðun um helför gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, væri ekki dregin opinberlega í efa af írönskum ráðamönnum, því það myndi vekja reiði Ísraelsmanna. Lokadag heimsóknar Annans tilkynntu Íranar hins vegar um væntanlega ráðstefnu í Íran, en á henni er ætlað að rannsaka svokallaðar ýkjur um helförina.
Kofi Annan brást við með yfirlýsingu um að hann teldi helförina óyggjandi sögulega staðreynd.