Nýrri gerð af íranskri sprengiflaug var í gær skotið frá kafbát á Persaflóa. Tilraunaskotið var liður í umfangsmiklum heræfingum Írana á Persaflóa, sem virðast vera haldnar til að sýna Vesturlöndum hernaðarmáttinn sem Íransstjórn ræður yfir.
Herinn prufuskaut með árangursríkum hætti háhraða langdrægri kafbáts-til-yfirborðs-flaug á Persaflóa, lýsti Sajjad Kouchaki flotaforingi yfir í frétt íranska ríkissjónvarpsins.
Frestur sem öryggisráð SÞ gaf Íransstjórn til að stöðva auðgun úrans eða eiga ella á hættu að vera beitt alþjóðlegum refsiaðgerðum rennur út um mánaðamótin.