Þú getur ekki bæði haldið og sleppt 19. ágúst 2006 00:01 Kannske er það rétt sem ungir sjálfstæðismenn halda fram, að það eigi ekki að birta skattskrána. Að minnsta kosti ekki um mitt sumar, þegar fólk nennir ekki að æsa sig út af neinu. Nema þegar skattskráin kemur út. Þá byrjar ballið og svo óheppilega vill til að verslunarmannahelgin dettur inn á sama tíma og þá verða forystumenn verslunarmanna að halda hátíðarræður og hafa úr því einu að moða að hneykslast á tvöhundruðföldum launum nokkurra bankamanna og burgeisa. Og hvort sem það er út af gúrkutíðinni í fjölmiðlum eða af heilagri sannfæringu, þá hleypur Morgunblaðið til og slær þessu upp og segir að Ingibjörg hjá VR hafa hitt á æð og fer að ólundast út í þessi ofurlaun og hringir í stjórnmálaforingja, sem geta auðvitað ekkert annað gert en að taka undir hneykslunarhelluna. Og áður en maður veit af, er þjóðin farin að taka undir að þetta gangi ekki. Gangi bara alls ekki að einhver fái tvöhundruðföld laun á við annan. Kannske er ég svona vitlaus, kannske er ég orðinn of gamall, en ykkur að segja, stendur mér algjörlega á sama, þótt einhver fái meira borgað en annar. Mér er slétt sama. Verði þeim að góðu. Ég held líka að það sé út úr kú, að stjórnvöld eða einhverjar siðferðilegar skyldur fyrirtækjanna og bankanna krefjist lækkunar á þessu spreði. Ef einhverjir bankar vilja borga einhverjum ungum manni svo himinháar upphæðir að honum mun aldrei endast ævin til að eyða því, þá þeir um það. Enda held ég að það hafi ekkert með gæfu og gjörvileik þeirra milljónamæringa að gera, sem verða fyrir þessu óláni að efnast um efni fram. Segir ekki máltækið að margur verði af aurum api? Segja ekki rannsóknir að þeir verði fyrstir til að missa heilsuna? Það verður hinsvegar aldrei nógsamlega undirstrikað að þetta fáránlega ríkidæmi er afleiðing frjálshyggjunnar, þeirrar stjórnmálastefnu, sem hér hefur ráðið ríkjum. Þeirra ær og kýr, Moggans og strákanna í Flokknum. Lofsungin á degi hverjum og málpípurnar endurkjörnar æ ofan í æ. Og þá spyr maður: Hvers konar tvöfeldni og hræsni er að boða þetta fagnaðarerindi í einu orðinu en bölsótast út í það í hinu? Nei, þeir ríku mega vera ríkir mín vegna. Mér er miklu hugleiknara að vita hvað skattskráin segir um skattbyrði hins almenna launamanns og ellilífeyrisþegans. Hvað segir skattskráin um það órétti sem ríkir í skattaálögum, eftir því hvernig tekjurnar verða til? Af hverju reka þeir ekki upp heróp, neyðarkall, Mogginn og ungu sjálfstæðismennirnir, og talast á við samvisku sína yfir því himinhrópandi misrétti sem birtist í þeirri vísu bók, skattskránni? Hér í blaðinu fyrir hálfum mánuði, skrifaði ég um það ranglæti sem snýr að öldruðu fólki, sem býr við tvöfalt kerfi, þegar kemur að skattlagningu tekna þeirra. Af hverju er ekkert gert í því? Af hverju taka ekki þessir hneyksluðu siðapostular á þeirri staðreynd að skattleysismörkin eru langt fyrir neðan lágmarksframfærslu, sem kemur sér verst fyrir hina lægst launuðu? Lífið gengur ekki út á að eignast meiri peninga en þú getur nokkru sinni eytt. Lífið er barátta um að eiga í sig og á. Það er verkefni okkar flestra. Fjöldans. Um það snýst þessi vegferð, pólitíkin og réttlætið. Og þar er vandinn, þar er verk að vinna, þar á fókusinn að vera. Um það eiga fjölmiðlarnir að fjalla. Ekki um örfáa, nýríka, spariklædda stráka. Þeir skipta engu. Nema þá í Séð og heyrt. Frelsið, með öllum sínum kostum og göllum, hefur verið leitt til hásætis í peningalegu tilliti. Fyrir tilverknað þessarar frjálshyggju er bilið að breikka milli ríkra og fátækra. Og þeir sem vilja leiða frjálshyggjuna til öndvegis bera ábyrgð á afleiðingunum. Þeir geta ekki bæði haldið og sleppt. Umræðan á ekki að snúast um hvernig böndum verði komi á þetta frelsi, heldur hitt, hvernig sem flestir geti notið þess. Í efnum, í réttlæti, í jafnrétti og jafnræði, í félagslegum og manneskjulegum grundvallaratriðum. Sá er frjáls, sem getur um frjálst höfuð strokið, sem getur staðið keikur frammi fyrir samborgurum sínum og er sáttur við leikreglurnar. Sú sátt getur hinsvegar aldrei orðið, meðan við sitjum ekki við sama borð, meðan ranglætið hrópar á okkur og almennir heiðarlegir skattborgarar eru hlunnfarnir. Það þýðir ekkert að vísa til siðgæðis og göfugleika. Þau gildi eru ekki til á fjármálamarkaði. En þau gilda í dómgreind okkar og atkvæðum. Þar liggur hundurinn grafinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Skoðanir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Kannske er það rétt sem ungir sjálfstæðismenn halda fram, að það eigi ekki að birta skattskrána. Að minnsta kosti ekki um mitt sumar, þegar fólk nennir ekki að æsa sig út af neinu. Nema þegar skattskráin kemur út. Þá byrjar ballið og svo óheppilega vill til að verslunarmannahelgin dettur inn á sama tíma og þá verða forystumenn verslunarmanna að halda hátíðarræður og hafa úr því einu að moða að hneykslast á tvöhundruðföldum launum nokkurra bankamanna og burgeisa. Og hvort sem það er út af gúrkutíðinni í fjölmiðlum eða af heilagri sannfæringu, þá hleypur Morgunblaðið til og slær þessu upp og segir að Ingibjörg hjá VR hafa hitt á æð og fer að ólundast út í þessi ofurlaun og hringir í stjórnmálaforingja, sem geta auðvitað ekkert annað gert en að taka undir hneykslunarhelluna. Og áður en maður veit af, er þjóðin farin að taka undir að þetta gangi ekki. Gangi bara alls ekki að einhver fái tvöhundruðföld laun á við annan. Kannske er ég svona vitlaus, kannske er ég orðinn of gamall, en ykkur að segja, stendur mér algjörlega á sama, þótt einhver fái meira borgað en annar. Mér er slétt sama. Verði þeim að góðu. Ég held líka að það sé út úr kú, að stjórnvöld eða einhverjar siðferðilegar skyldur fyrirtækjanna og bankanna krefjist lækkunar á þessu spreði. Ef einhverjir bankar vilja borga einhverjum ungum manni svo himinháar upphæðir að honum mun aldrei endast ævin til að eyða því, þá þeir um það. Enda held ég að það hafi ekkert með gæfu og gjörvileik þeirra milljónamæringa að gera, sem verða fyrir þessu óláni að efnast um efni fram. Segir ekki máltækið að margur verði af aurum api? Segja ekki rannsóknir að þeir verði fyrstir til að missa heilsuna? Það verður hinsvegar aldrei nógsamlega undirstrikað að þetta fáránlega ríkidæmi er afleiðing frjálshyggjunnar, þeirrar stjórnmálastefnu, sem hér hefur ráðið ríkjum. Þeirra ær og kýr, Moggans og strákanna í Flokknum. Lofsungin á degi hverjum og málpípurnar endurkjörnar æ ofan í æ. Og þá spyr maður: Hvers konar tvöfeldni og hræsni er að boða þetta fagnaðarerindi í einu orðinu en bölsótast út í það í hinu? Nei, þeir ríku mega vera ríkir mín vegna. Mér er miklu hugleiknara að vita hvað skattskráin segir um skattbyrði hins almenna launamanns og ellilífeyrisþegans. Hvað segir skattskráin um það órétti sem ríkir í skattaálögum, eftir því hvernig tekjurnar verða til? Af hverju reka þeir ekki upp heróp, neyðarkall, Mogginn og ungu sjálfstæðismennirnir, og talast á við samvisku sína yfir því himinhrópandi misrétti sem birtist í þeirri vísu bók, skattskránni? Hér í blaðinu fyrir hálfum mánuði, skrifaði ég um það ranglæti sem snýr að öldruðu fólki, sem býr við tvöfalt kerfi, þegar kemur að skattlagningu tekna þeirra. Af hverju er ekkert gert í því? Af hverju taka ekki þessir hneyksluðu siðapostular á þeirri staðreynd að skattleysismörkin eru langt fyrir neðan lágmarksframfærslu, sem kemur sér verst fyrir hina lægst launuðu? Lífið gengur ekki út á að eignast meiri peninga en þú getur nokkru sinni eytt. Lífið er barátta um að eiga í sig og á. Það er verkefni okkar flestra. Fjöldans. Um það snýst þessi vegferð, pólitíkin og réttlætið. Og þar er vandinn, þar er verk að vinna, þar á fókusinn að vera. Um það eiga fjölmiðlarnir að fjalla. Ekki um örfáa, nýríka, spariklædda stráka. Þeir skipta engu. Nema þá í Séð og heyrt. Frelsið, með öllum sínum kostum og göllum, hefur verið leitt til hásætis í peningalegu tilliti. Fyrir tilverknað þessarar frjálshyggju er bilið að breikka milli ríkra og fátækra. Og þeir sem vilja leiða frjálshyggjuna til öndvegis bera ábyrgð á afleiðingunum. Þeir geta ekki bæði haldið og sleppt. Umræðan á ekki að snúast um hvernig böndum verði komi á þetta frelsi, heldur hitt, hvernig sem flestir geti notið þess. Í efnum, í réttlæti, í jafnrétti og jafnræði, í félagslegum og manneskjulegum grundvallaratriðum. Sá er frjáls, sem getur um frjálst höfuð strokið, sem getur staðið keikur frammi fyrir samborgurum sínum og er sáttur við leikreglurnar. Sú sátt getur hinsvegar aldrei orðið, meðan við sitjum ekki við sama borð, meðan ranglætið hrópar á okkur og almennir heiðarlegir skattborgarar eru hlunnfarnir. Það þýðir ekkert að vísa til siðgæðis og göfugleika. Þau gildi eru ekki til á fjármálamarkaði. En þau gilda í dómgreind okkar og atkvæðum. Þar liggur hundurinn grafinn.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun