Ráðist á hjálparstarfsmenn á Srí Lanka 10. ágúst 2006 05:15 Skriðdreki Stjórnarhersins Nú standa yfir verstu átök á Srí Lanka síðan vopnahléi var komið á árið 2002. Nýlunda er að ráðist sé á utanaðkomandi aðila. MYND/AP Srí Lanka, ap Sprengja varð fimm manns að bana á yfirráðasvæði Tamílatígra í norðurhluta Srí Lanka seint á þriðjudagskvöld. Fólkið var í sjúkrabíl og meðal þeirra sem létust voru tvær hjúkrunarkonur og einn læknir. Þetta var haft eftir S. Puleedevan, einum yfirmanni uppreisnarmannanna, í gær. Hann skellti sökinni alfarið á sérsveitir stjórnarhersins og bætti við að svo virtist sem árásum stjórnarhersins væri í auknum mæli beint gegn hjálparstarfsmönnum, því að í gær hefði önnur sprengja sprungið á svipuðum stað og þá hefði skotmarkið verið sendibíll læknis. Hann og aðrir farþegar sluppu ómeiddir. Talsmaður stjórnarhersins, Upali Rajapakse, neitaði ásökununum og sagði að herinn sækti ekki inn á svæði Tamíla. Um helgina fundust sautján lík starfsmanna franskra hjálparsamtaka og kenna stríðandi fylkingar hvor annarri um ódæðið. Ekki náðist í Þorfinn Ómarsson í gær, en hann er talsmaður norrænu eftirlitssveitanna á Srí Lanka. Á næstu dögum verður tekin ákvörðun um hvort Norðmenn og Íslendingar haldi áfram eftirlitsstarfi á eyjunni. Stjórnarherinn varpaði í gær sprengjum á vatnsveitusvæðið umdeilda, þrátt fyrir að Tamílatígrar hefðu opnað fyrir hana og veitt vatni á svæði stjórnarhersins. Erlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Srí Lanka, ap Sprengja varð fimm manns að bana á yfirráðasvæði Tamílatígra í norðurhluta Srí Lanka seint á þriðjudagskvöld. Fólkið var í sjúkrabíl og meðal þeirra sem létust voru tvær hjúkrunarkonur og einn læknir. Þetta var haft eftir S. Puleedevan, einum yfirmanni uppreisnarmannanna, í gær. Hann skellti sökinni alfarið á sérsveitir stjórnarhersins og bætti við að svo virtist sem árásum stjórnarhersins væri í auknum mæli beint gegn hjálparstarfsmönnum, því að í gær hefði önnur sprengja sprungið á svipuðum stað og þá hefði skotmarkið verið sendibíll læknis. Hann og aðrir farþegar sluppu ómeiddir. Talsmaður stjórnarhersins, Upali Rajapakse, neitaði ásökununum og sagði að herinn sækti ekki inn á svæði Tamíla. Um helgina fundust sautján lík starfsmanna franskra hjálparsamtaka og kenna stríðandi fylkingar hvor annarri um ódæðið. Ekki náðist í Þorfinn Ómarsson í gær, en hann er talsmaður norrænu eftirlitssveitanna á Srí Lanka. Á næstu dögum verður tekin ákvörðun um hvort Norðmenn og Íslendingar haldi áfram eftirlitsstarfi á eyjunni. Stjórnarherinn varpaði í gær sprengjum á vatnsveitusvæðið umdeilda, þrátt fyrir að Tamílatígrar hefðu opnað fyrir hana og veitt vatni á svæði stjórnarhersins.
Erlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira