Samstaðan enn sterk 10. ágúst 2006 07:15 Styrkur kvenna Þessar eldri konur voru meðal þúsunda annarra sem gengu að stjórnarráðinu í Pretoríu, höfuðborg Suður-Afríku, í gær í tilefni þess að 50 ár eru síðan suður-afrískar konur gengu gegn aðskilnaðarstefnunni. Jafnframt mótmæltu þátttakendur í gær því að suðurafrískar konur verða einna verst úti þegar kemur að fátækt og HIV-veirunni, og verða fyrir mestu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi af öllum konum í heimi. MYND/AP Kvennadagurinn var haldinn hátíðlegur um alla Suður-Afríku í gær og minntust konur þess að í stað aðskilnaðarstefnunnar áður fyrr, standa suður-afrískar konur nú frammi fyrir gríðarlegri fátækt og miklu kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Dagurinn var valinn því fyrir 50 árum, hinn 9. ágúst 1956, mótmæltu 20.000 konur lögum sem heimiluðu yfirvöldum að fangelsa svartar konur sem brutu gegn aðskilnaðarlögum, tvístra heimilum þeirra og senda börnin á vergang. „Níundi ágúst er dagurinn sem markar sigurinn yfir aðskilnaðarstefnunni,“ sagði Sophia Williams de Bruyn, ein þeirra sem skipulögðu gönguna, í ræðu sinni við mikinn fögnuð viðstaddra. Síðan Suður-Afríka varð lýðræðisríki árið 1994 hafa konur unnið mikinn sigur í baráttunni fyrir réttindum sínum. Phumzile Mlambo-Ncguka, varaforseti landsins, er kona og af 28 ráðherrum í ríkisstjórninni eru 12 konur. n betur má ef duga skal, því á sama tíma eru um 75 prósent allra svartra suðurafrískra kvenna undir þrítugu atvinnulaus og afar fáar konur – og enn færri svartar konur – komast í yfirmannastöður. „Sem þjóð verðum við að átta okkur á því að ekkert okkar er frjálst nema konurnar í landi okkar séu frjálsar. Frjálsar frá kynþátta- og kynbundinni mismunun, frjálsar frá fátækt, frjálsar frá ótta og ofbeldi,“ sagði forseti landsins, Thabo Mbeki, í ræðu sem hann hélt í tilefni dagsins og lofaði að ríkisstjórnin myndi láta meira til sín taka. Tilkynnt eru um meira heimilisofbeldi og nauðganir í Suður-Afríku en í nokkru öðru landi í heiminum og er ástandið svo slæmt að á sex tíma fresti er suður-afrísk kona myrt af nánum ástvini, samkvæmt rannsókn heilbrigðisyfirvalda. Jafnframt verða konur verr úti þegar kemur að HIV-veirunni. Á meðan 19 prósent allra fullorðinna Suður-Afríkubúa eru smituð af HIV er talan mun hærri þegar kemur að þunguðum konum, yfir 30 prósent, og hefur ríkisstjórnin ítrekað verið gagnrýnd fyrir að sinna ekki hættunni sem steðjar að konum í þessu landi sem hefur hærri tíðni HIV-tilfella en nokkurt annað land í heiminum. Erlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Kvennadagurinn var haldinn hátíðlegur um alla Suður-Afríku í gær og minntust konur þess að í stað aðskilnaðarstefnunnar áður fyrr, standa suður-afrískar konur nú frammi fyrir gríðarlegri fátækt og miklu kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Dagurinn var valinn því fyrir 50 árum, hinn 9. ágúst 1956, mótmæltu 20.000 konur lögum sem heimiluðu yfirvöldum að fangelsa svartar konur sem brutu gegn aðskilnaðarlögum, tvístra heimilum þeirra og senda börnin á vergang. „Níundi ágúst er dagurinn sem markar sigurinn yfir aðskilnaðarstefnunni,“ sagði Sophia Williams de Bruyn, ein þeirra sem skipulögðu gönguna, í ræðu sinni við mikinn fögnuð viðstaddra. Síðan Suður-Afríka varð lýðræðisríki árið 1994 hafa konur unnið mikinn sigur í baráttunni fyrir réttindum sínum. Phumzile Mlambo-Ncguka, varaforseti landsins, er kona og af 28 ráðherrum í ríkisstjórninni eru 12 konur. n betur má ef duga skal, því á sama tíma eru um 75 prósent allra svartra suðurafrískra kvenna undir þrítugu atvinnulaus og afar fáar konur – og enn færri svartar konur – komast í yfirmannastöður. „Sem þjóð verðum við að átta okkur á því að ekkert okkar er frjálst nema konurnar í landi okkar séu frjálsar. Frjálsar frá kynþátta- og kynbundinni mismunun, frjálsar frá fátækt, frjálsar frá ótta og ofbeldi,“ sagði forseti landsins, Thabo Mbeki, í ræðu sem hann hélt í tilefni dagsins og lofaði að ríkisstjórnin myndi láta meira til sín taka. Tilkynnt eru um meira heimilisofbeldi og nauðganir í Suður-Afríku en í nokkru öðru landi í heiminum og er ástandið svo slæmt að á sex tíma fresti er suður-afrísk kona myrt af nánum ástvini, samkvæmt rannsókn heilbrigðisyfirvalda. Jafnframt verða konur verr úti þegar kemur að HIV-veirunni. Á meðan 19 prósent allra fullorðinna Suður-Afríkubúa eru smituð af HIV er talan mun hærri þegar kemur að þunguðum konum, yfir 30 prósent, og hefur ríkisstjórnin ítrekað verið gagnrýnd fyrir að sinna ekki hættunni sem steðjar að konum í þessu landi sem hefur hærri tíðni HIV-tilfella en nokkurt annað land í heiminum.
Erlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira