Erlent

Þingmanni dæmdar bætur

Fagnar sigri Tommy Sheridan fagnar málalyktum fyrir utan dómhúsið í Edinborg í gær, með eiginkonuna Gail sér við hlið.
Fagnar sigri Tommy Sheridan fagnar málalyktum fyrir utan dómhúsið í Edinborg í gær, með eiginkonuna Gail sér við hlið. MYND/Nordicphotos/Gettyimages

Kviðdómur í Edinborg úrskurðaði í gær að dagblaðið News of the World skyldi greiða skoska stjórnmálamanninum Tommy Sheridan 200.000 sterlingspund, andvirði 26,6 milljóna króna, í miskabætur fyrir meiðyrði, en blaðið hafði flutt ítrekaðar uppsláttarfréttir af meintu kynsvalli og kókaínneyslu þingmannsins.

Sheridan er leiðtogi Skoska sósíalistaflokksins og einn þekktasti stjórnmálamaðurinn á skoska þinginu. „Þeir eru lygarar, og við höfum sannað það,“ hrópaði Sheridan yfir utan dómhúsið, með eiginkonuna Gail sér við hlið, en hún bar vitni í réttarhaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×