Viðskipti erlent

Benz hagnast en Chrysler tapar

Dieter Zetsche, stjórnarformaður DaimlerChrysler, við Smart-bíl frá fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur eytt miklum fjármunum í þróun sparneytinna bíla á borð við Smart-bílinn, sem áætlað er að komi á markað eftir tvö ár.
Dieter Zetsche, stjórnarformaður DaimlerChrysler, við Smart-bíl frá fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur eytt miklum fjármunum í þróun sparneytinna bíla á borð við Smart-bílinn, sem áætlað er að komi á markað eftir tvö ár. Mynd/AFP

Hagnaður bandarísk-þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler nam 1,81 milljarði evra, jafnvirði tæpra 166 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma fyrir ári.

Tekjur fyrirtækisins námu 38,6 milljörðum evra, sem er nánast óbreytt á milli ára.

Að sögn stjórnenda fyrirtækisins skiluðu flestar deildir DaimlerChrysler hagnaði, ekki síst sú sem sérhæfir sig í þróun og smíði Mercedes Benz bifreiða, en hún hefur frá upphafi verið flaggskip fyrirtæksins. Bandaríski hluti fyrirtækisins, sem sinnir framleiðslu á bílum af Chryslergerð skilaði hins vegar tapi á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×