Erlent

Sala hanaslagstímarita endi

Glæsilegur hani Hanaslagur er þekkt skemmtiefni, en mannúðarsamtök hafa lagst gegn illri meðferð á hönunum.
Glæsilegur hani Hanaslagur er þekkt skemmtiefni, en mannúðarsamtök hafa lagst gegn illri meðferð á hönunum.

Mannúðarsamtök í Bandaríkjunum hafa hvatt söluvefinn Amazon.com til að hætta sölu á tveimur tímaritum á vefsíðu sinni, en þau telja það varða við lög. Tímaritin fjalla bæði um „íþróttina“ hanaslag og heita þau „Fiðraði bardagamaðurinn“ og „Leikhaninn.“

Báðum tímaritunum er dreift frá ríkinu Arkansas og segja mannúðarsamtökin að þau muni kæra ef ekkert verður að gert. Ólöglegt sé að nota póstdreifinguna til að hvetja til innlendra dýraslagsmála, en hanaslagur er löglegur í Nýju-Mexíkó og Louisiana, en ekki í Arkansas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×