Viðskipti erlent

Enn eykst tapið hjá GM

General Motors hefur selt færri sportjeppa á borð við Hummer en áætlað var.
General Motors hefur selt færri sportjeppa á borð við Hummer en áætlað var. Mynd/Getty Images

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors tapaði 3,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 232 milljarða íslenskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 2,2 milljörðum dölum meira tap en á sama tíma fyrir ári.

General Motors, sem er stærsti bílaframleiðandi í heimi, hefur gengið í gegnum mikla endurskipulagningu síðustu misserin en mörg þúsund starfsmönnum hefur verið sagt upp. Stór hluti taprekstursins er komin til vegna starfslokasamninga við starfsmennina. Þá áætlar fyrirtækið að loka 12 verksmiðjum í Bandaríkjunum á næstu tveimur árum.

Bílaframleiðandinn á um þessar mundir í viðræðum við franska bílaframleiðandann Renault og hinn japanska Nissan um samstarf. Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian, sem á um 10 prósenta hlut í General Motors og er fjórði stærsti hluthafinn í fyrirtækinu, átti frumkvæðið að samstarfinu en hann vonast til að með því muni rekstur bílaframleiðandans komast á réttan kjöl.

Bandarískir neytendur hafa ekki verið jafn áhugasamir um stóra sportjeppa og fyrirtækið taldi. Þá hefur eldsneytisverð hækkað talsvert síðustu mánuði og hefur almenningur vestra í auknum mæli keypt sparneytna bíla frá Toyota og Honda






Fleiri fréttir

Sjá meira


×