Viðskipti erlent

Hagnaður Colgate minnkar milli ára

Maður raðar vörum frá Colgate á bretti.
Maður raðar vörum frá Colgate á bretti. Mynd/AFP

Bandaríski snyrtivöru- og tannkremsframleiðandinn Colgate-Palmolive hagnaðist um 283,6 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 21 milljarðs króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er tæplega 60 milljóna dala minni hagnaður en á sama tíma fyrir ári.

Að sögn stjórnenda fyrirtækisins er ástæðan endurskipulagning á rekstri fyrirtækisins en hún kostaði tæpar 116 milljónir dala, eða 8,5 milljarða íslenskar krónur.

Tekjur Colgate-Palmolive, sem fyrir utan að framleiða sápur og ýmislegt tengt tannhirðu, framleiðir hundamat, jukust um 6 prósent á milli ára. Því er að þakka aukinni sölu á tannkremi og hærra vöruverði.

Gengi hlutabréfa lækkaði um 1,13 dali á hlut eða 1,8 prósent, á markaði í New York í Bandaríkjunum vegna fréttanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×