Erlent

Sextugur Dani olli fjaðrafoki

slökkvilið og sjúkrabifreiðar voru snögg á vettvang í gærmorgun, með sprengjuleitarbúnað og sprengjuleitarhunda, þegar tilkynning barst frá bandaríska sendiráðinu í Kaupmannahöfn um hættu á sprengjuárás. Nærliggjandi götur voru lokaðar klukkutímum saman.

Tæplega sextugur Dani hafði ætlað sem snöggvast inn í sendiráðið til þess að fá vegabréfsáritun, en gleymdi að taka vasahníf og áttavita úr vasanum.

Þetta var stormur í vatnsglasi, hafði Politiken eftir Tommy Keil, yfirmanni í dönsku lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×