Erlent

Johnny Htoo gefur sig fram

Ungu uppreisnarforingjarnir Bræðurnir Johnny og Luther árið 1999.
Ungu uppreisnarforingjarnir Bræðurnir Johnny og Luther árið 1999. MYND/AP

Johnny Htoo, fyrrverandi uppreisnarforingi karen-þjóðflokksins í Mjanmar, hefur gefið sig fram við herstjórnina þar í landi ásamt átta félögum sínum.

Johnny er annar tvíburanna ungu sem komust í heimsfréttir fyrir um sex árum þegar þeir, þrátt fyrir ungan aldur, stjórnuðu litlum hópi uppreisnarmanna. Johnny og bróðir hans, Luther, voru þá aðeins tólf ára gamlir.

Þeir voru hraktir úr landi árið 2001 og gáfu sig þá fram við stjórnvöld í Taílandi, þar sem þeir hafa dvalist í flóttamannabúðum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×