Viðskipti erlent

Aukinn hagnaður hjá BP

John Browne, forstjóri BP.
John Browne, forstjóri BP. Mynd/AFP
Breska olíufélagið BP hagnaðist um 6,1 milljarð punda, jafnvirði rúmra 829 milljarða íslenskra króna, á fyrri helmingi ársins. Þetta er 500 milljón pundum, eða tæpum 68 milljörðum krónum, meira en á sama tímabili á síðasta ári og jafngildir því að fyrirtækið hafi hagnast um 1,4 milljónir punda, 190 milljónir króna, á hverri klukkustund á fyrstu sex mánuðum ársins.

Hagnaður fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi nam 3,3 milljörðum punda, eða tæpum 449 milljörðum íslenskra króna, sem er 600 milljónum pundum, eða 81,5 milljörðum krónum, meira en á sama tímabili í fyrra.

John Browne, forstjóri BP, greindi frá því í vikunni að hann hyggðist segja starfi sínu lausu á næsta ári fyrir aldurs sakir. Ákvörðun hans kom nokkuð á óvart en búist var að hann myndi hætta störfum þegar hann verður sextugur eftir tvö ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×