Viðskipti erlent

Indverjar hækka stýrivexti

Y. V. Reddy, seðlabankastjóri Indlands.
Y. V. Reddy, seðlabankastjóri Indlands. Mynd/AFP

Indverski seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta. Þetta er þriðja vaxtahækkun bankans á síðastliðnum fjórum mánuðum og standa vextirnir í 6 prósentum.

Helsta ástæða bankans fyrir stýrivaxtahækkuninni er hækkun á heimsmarkaðsverði á olíu, yfirvofandi hækkun á húsnæðisverði og aukin skuldsetning landsmanna, sem getur sett stöðugleika efnahagslífsins úr skorðum, að sögn bankans.

Hagvöxtur á Indlandi jókst um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi. Fjármálasérfræðingar segja hagvöxtinn ekki hafa skilað sér til þeirra lægst settu í þjóðfélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×