Rice á stormasömum fundi 25. júlí 2006 07:30 Öryggisverðir Hópur öryggisvarða gætti lyftudyra meðan Condoleezza Rice og Fuad Saniora ræddu saman í Beirút í gær. MYND/AP Ísraelski herinn gerði harðar árásir í gær á bæinn Bint Jbail sunnan til í Líbanon, þar sem á annað hundrað skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar héldu til. Íbúar bæjarins voru flestir flúnir. Í gær kom Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkanna, til Líbanons og átti þar stormasaman fund með Fuad Saniora, forsætisráðherra landsins. Saniora sagði henni að sprengjuárásir Ísraels hefðu sent Líbanon fimmtíu ár aftur í tímann. Hann krafðist þess að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Líbanskur embættismaður sagði að Rice hefði kynnt líbönskum ráðamönnum tillögur um að jafnframt því sem vopnahlé hæfist yrðu bæði líbanskar hersveitir og alþjóðlegar friðargæslusveitir sendar til suðurhluta landsins, Um leið yrði vopnabúnaður Hizbollah-skæruliðanna fluttur í 30 kílómetra fjarlægð frá landamærum Ísraels. Nabih Berri, forseti líbanska þingsins, átti einnig fund með Rice, en hann hafnaði samstundis tillögum hennar. Berri kom þess í stað með hugmynd um tveggja skrefa lausn, þar sem fyrst yrði samið um vopnahlé en líbanski herinn færi ekki fyrr en mun síðar til átakasvæðanna syðst í Líbanon. Á morgun heldur Rice til Rómarborgar á alþjóðlega ráðstefnu, þar sem líklegt þykir að samþykkt verði að senda alþjóðlegt herlið til friðargæslu í Líbanon. Sameinuðu þjóðirnar eru nú þegar með tvö þúsund manna friðargæslulið í suðurhluta Líbanons, en hlutverk þess er takmarkað. Á fundinn í Róm koma einnig Javier Solana, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, og fulltrúar frá Líbanon, Jórdaníu, Sádi-Arabíu, nokkrum Evrópuríkjum og Sameinuðu þjóðunum. Ísraelskir ráðamenn sögðust um helgina fallast á þessar hugmyndir um nýtt alþjóðlegt gæslulið til Líbanons. Ísraelar sögðust fyrst vilja helst að þær sveitir yrðu á vegum Atlantshafsbandalagsins, en í gær var haft eftir Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, að það skipti ekki máli á hverra vegum þessar sveitir væru. „Það sem máli skiptir er að markmiðið náist,“ sagði hann í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera. Hizbollah-samtökin virðast hins vegar engan áhuga hafa á því að semja um vopnahlé. Hossein Safiadeen, sendifulltrúi Hizbollah-samtakanna, sagði í gær á fundi í Íran að Hizbollah ætlaði að víkka út hernaðaraðgerðir sínar í Ísrael þangað til að Ísraelar yrðu „hvergi óhultir“. „Þessa stríðs verður minnst sem upphafs endiloka Ísraelsríkis,“ sagði Safiadeen og bætti við að brátt kæmu „ný Mið-Austurlönd að hætti Hizbollah og íslamstrúar, ekki að hætti Rice og Ísraels.“Átökin, sem hófust 12. júlí síðastliðinn, hafa til þessa kostað að minnsta kosti 384 Líbana og 37 Ísraela lífið. Erlent Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Sjá meira
Ísraelski herinn gerði harðar árásir í gær á bæinn Bint Jbail sunnan til í Líbanon, þar sem á annað hundrað skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar héldu til. Íbúar bæjarins voru flestir flúnir. Í gær kom Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkanna, til Líbanons og átti þar stormasaman fund með Fuad Saniora, forsætisráðherra landsins. Saniora sagði henni að sprengjuárásir Ísraels hefðu sent Líbanon fimmtíu ár aftur í tímann. Hann krafðist þess að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Líbanskur embættismaður sagði að Rice hefði kynnt líbönskum ráðamönnum tillögur um að jafnframt því sem vopnahlé hæfist yrðu bæði líbanskar hersveitir og alþjóðlegar friðargæslusveitir sendar til suðurhluta landsins, Um leið yrði vopnabúnaður Hizbollah-skæruliðanna fluttur í 30 kílómetra fjarlægð frá landamærum Ísraels. Nabih Berri, forseti líbanska þingsins, átti einnig fund með Rice, en hann hafnaði samstundis tillögum hennar. Berri kom þess í stað með hugmynd um tveggja skrefa lausn, þar sem fyrst yrði samið um vopnahlé en líbanski herinn færi ekki fyrr en mun síðar til átakasvæðanna syðst í Líbanon. Á morgun heldur Rice til Rómarborgar á alþjóðlega ráðstefnu, þar sem líklegt þykir að samþykkt verði að senda alþjóðlegt herlið til friðargæslu í Líbanon. Sameinuðu þjóðirnar eru nú þegar með tvö þúsund manna friðargæslulið í suðurhluta Líbanons, en hlutverk þess er takmarkað. Á fundinn í Róm koma einnig Javier Solana, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, og fulltrúar frá Líbanon, Jórdaníu, Sádi-Arabíu, nokkrum Evrópuríkjum og Sameinuðu þjóðunum. Ísraelskir ráðamenn sögðust um helgina fallast á þessar hugmyndir um nýtt alþjóðlegt gæslulið til Líbanons. Ísraelar sögðust fyrst vilja helst að þær sveitir yrðu á vegum Atlantshafsbandalagsins, en í gær var haft eftir Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, að það skipti ekki máli á hverra vegum þessar sveitir væru. „Það sem máli skiptir er að markmiðið náist,“ sagði hann í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera. Hizbollah-samtökin virðast hins vegar engan áhuga hafa á því að semja um vopnahlé. Hossein Safiadeen, sendifulltrúi Hizbollah-samtakanna, sagði í gær á fundi í Íran að Hizbollah ætlaði að víkka út hernaðaraðgerðir sínar í Ísrael þangað til að Ísraelar yrðu „hvergi óhultir“. „Þessa stríðs verður minnst sem upphafs endiloka Ísraelsríkis,“ sagði Safiadeen og bætti við að brátt kæmu „ný Mið-Austurlönd að hætti Hizbollah og íslamstrúar, ekki að hætti Rice og Ísraels.“Átökin, sem hófust 12. júlí síðastliðinn, hafa til þessa kostað að minnsta kosti 384 Líbana og 37 Ísraela lífið.
Erlent Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Sjá meira