Erlent

Heitasti júlímánuðurinn

Núlíðandi júlímánuður er sá allra heitasti sem mælst hefur fyrr eða síðar í Danmörku. Frá þessu var greint í Berlingske Tidende í gær. Meðalhiti í mánuðinum verður líklega um tuttugu gráður, en í meðalmánuði er 15,6 gráðu hiti eðlilegur. Í mánuðinum hafa mælst 315 sólarstundir en meðaltalið er 196 stundir. Úrkoma hefur einnig verið með minnsta móti hjá frændum vorum, um 28 millimetrar, meðan það heitir vel boðlegt að rigni um 66 millimetra í meðalári.

Þó gæti skyndilega dregið ský fyrir sólu og skollið á með þrumuveðri um næstu helgi, segir veðurfræðingur blaðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×