Velferðarmál sett í öndvegi 21. júlí 2006 06:45 David Cameron Leiðtogi breska Íhaldsflokksins á fundi um framtíðarmál í London í gær. MYND/AP David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, leggur þessa dagana mikla áherslu á velferðarmál. Hann reynir hvað hann getur til að skapa sér mýkri ímynd, sem er verulega frábrugðin hörkulegri ímynd sumra forvera hans á leiðtogastólnum, ekki síst „járnfrúarinnar“ Margrétar Thatcher. Í gær sagði hann í ræðu að Íhaldsflokkurinn legði nú jafn mikla áherslu á almenna velferð, eða „General Well Being“, sem hann skammstafaði „GWB“, og á „GDP“, sem táknar verga þjóðarframleiðslu. Stuðningsmenn Camerons innan flokksins telja fullvíst að hin milda íhaldsstefna leiðtogans muni tryggja honum forsætisráðherraembættið að loknum næstu þingkosningum, en gagnrýnendur hans segja flokkinn orðinn allt of mjúkan og bitlausan til þess að það geti skilað nokkrum árangri. „Að bæta velferðarskyn þjóðfélagsins er að mínu mati mikilvægasta pólitíska verkefni okkar tíma,“ sagði Cameron meðal annars í ræðu sinni í gær. Íhaldsflokkurinn gerði Cameron að leiðtoga sínum í desember síðastliðnum. Hann lofaði því að gera verulegar breytingar á flokknum til þess að afla honum aukins fylgis. Flokkurinn hefur ekki sigrað í þingkosningum frá árinu 1992 og skipt fjórum sinnum um leiðtoga á þessum tíma. Cameron sagðist ætla að hætta að einblína á markaðsfrelsi og baráttu gegn glæpum, og færa flokkinn nær miðju stjórnmálanna. Hann fór að tala um umhverfismál, sem flokkurinn hafði ekki látið sig mikið varða. Hann hjólar í vinnuna og hefur fengið leyfi til að setja upp vindmyllu á þaki hússins síns til þess að framleiða rafmagn handa sér. Hann lét sig hafa það að koma fram í umdeildum sjónvarpsþætti þar sem hann var spurður hvort hann hefði einhvern tímann dreymt kynferðislega drauma um Margaret Thatcher, en tókst að koma sér hjá því að svara þeirri spurningu. Jafnt harðlínumenn á hægri væng Íhaldsflokksins sem andstæðingar hans í Verkamannaflokknum hafa óspart gert grín að honum fyrir þessar áherslur, en engu að síður hafa þær skilað flokknum nokkru fylgi í skoðanakönnunum. Bilið á milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins hefur minnkað. Erlent Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira
David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, leggur þessa dagana mikla áherslu á velferðarmál. Hann reynir hvað hann getur til að skapa sér mýkri ímynd, sem er verulega frábrugðin hörkulegri ímynd sumra forvera hans á leiðtogastólnum, ekki síst „járnfrúarinnar“ Margrétar Thatcher. Í gær sagði hann í ræðu að Íhaldsflokkurinn legði nú jafn mikla áherslu á almenna velferð, eða „General Well Being“, sem hann skammstafaði „GWB“, og á „GDP“, sem táknar verga þjóðarframleiðslu. Stuðningsmenn Camerons innan flokksins telja fullvíst að hin milda íhaldsstefna leiðtogans muni tryggja honum forsætisráðherraembættið að loknum næstu þingkosningum, en gagnrýnendur hans segja flokkinn orðinn allt of mjúkan og bitlausan til þess að það geti skilað nokkrum árangri. „Að bæta velferðarskyn þjóðfélagsins er að mínu mati mikilvægasta pólitíska verkefni okkar tíma,“ sagði Cameron meðal annars í ræðu sinni í gær. Íhaldsflokkurinn gerði Cameron að leiðtoga sínum í desember síðastliðnum. Hann lofaði því að gera verulegar breytingar á flokknum til þess að afla honum aukins fylgis. Flokkurinn hefur ekki sigrað í þingkosningum frá árinu 1992 og skipt fjórum sinnum um leiðtoga á þessum tíma. Cameron sagðist ætla að hætta að einblína á markaðsfrelsi og baráttu gegn glæpum, og færa flokkinn nær miðju stjórnmálanna. Hann fór að tala um umhverfismál, sem flokkurinn hafði ekki látið sig mikið varða. Hann hjólar í vinnuna og hefur fengið leyfi til að setja upp vindmyllu á þaki hússins síns til þess að framleiða rafmagn handa sér. Hann lét sig hafa það að koma fram í umdeildum sjónvarpsþætti þar sem hann var spurður hvort hann hefði einhvern tímann dreymt kynferðislega drauma um Margaret Thatcher, en tókst að koma sér hjá því að svara þeirri spurningu. Jafnt harðlínumenn á hægri væng Íhaldsflokksins sem andstæðingar hans í Verkamannaflokknum hafa óspart gert grín að honum fyrir þessar áherslur, en engu að síður hafa þær skilað flokknum nokkru fylgi í skoðanakönnunum. Bilið á milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins hefur minnkað.
Erlent Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira