Velferðarmál sett í öndvegi 21. júlí 2006 06:45 David Cameron Leiðtogi breska Íhaldsflokksins á fundi um framtíðarmál í London í gær. MYND/AP David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, leggur þessa dagana mikla áherslu á velferðarmál. Hann reynir hvað hann getur til að skapa sér mýkri ímynd, sem er verulega frábrugðin hörkulegri ímynd sumra forvera hans á leiðtogastólnum, ekki síst „járnfrúarinnar“ Margrétar Thatcher. Í gær sagði hann í ræðu að Íhaldsflokkurinn legði nú jafn mikla áherslu á almenna velferð, eða „General Well Being“, sem hann skammstafaði „GWB“, og á „GDP“, sem táknar verga þjóðarframleiðslu. Stuðningsmenn Camerons innan flokksins telja fullvíst að hin milda íhaldsstefna leiðtogans muni tryggja honum forsætisráðherraembættið að loknum næstu þingkosningum, en gagnrýnendur hans segja flokkinn orðinn allt of mjúkan og bitlausan til þess að það geti skilað nokkrum árangri. „Að bæta velferðarskyn þjóðfélagsins er að mínu mati mikilvægasta pólitíska verkefni okkar tíma,“ sagði Cameron meðal annars í ræðu sinni í gær. Íhaldsflokkurinn gerði Cameron að leiðtoga sínum í desember síðastliðnum. Hann lofaði því að gera verulegar breytingar á flokknum til þess að afla honum aukins fylgis. Flokkurinn hefur ekki sigrað í þingkosningum frá árinu 1992 og skipt fjórum sinnum um leiðtoga á þessum tíma. Cameron sagðist ætla að hætta að einblína á markaðsfrelsi og baráttu gegn glæpum, og færa flokkinn nær miðju stjórnmálanna. Hann fór að tala um umhverfismál, sem flokkurinn hafði ekki látið sig mikið varða. Hann hjólar í vinnuna og hefur fengið leyfi til að setja upp vindmyllu á þaki hússins síns til þess að framleiða rafmagn handa sér. Hann lét sig hafa það að koma fram í umdeildum sjónvarpsþætti þar sem hann var spurður hvort hann hefði einhvern tímann dreymt kynferðislega drauma um Margaret Thatcher, en tókst að koma sér hjá því að svara þeirri spurningu. Jafnt harðlínumenn á hægri væng Íhaldsflokksins sem andstæðingar hans í Verkamannaflokknum hafa óspart gert grín að honum fyrir þessar áherslur, en engu að síður hafa þær skilað flokknum nokkru fylgi í skoðanakönnunum. Bilið á milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins hefur minnkað. Erlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, leggur þessa dagana mikla áherslu á velferðarmál. Hann reynir hvað hann getur til að skapa sér mýkri ímynd, sem er verulega frábrugðin hörkulegri ímynd sumra forvera hans á leiðtogastólnum, ekki síst „járnfrúarinnar“ Margrétar Thatcher. Í gær sagði hann í ræðu að Íhaldsflokkurinn legði nú jafn mikla áherslu á almenna velferð, eða „General Well Being“, sem hann skammstafaði „GWB“, og á „GDP“, sem táknar verga þjóðarframleiðslu. Stuðningsmenn Camerons innan flokksins telja fullvíst að hin milda íhaldsstefna leiðtogans muni tryggja honum forsætisráðherraembættið að loknum næstu þingkosningum, en gagnrýnendur hans segja flokkinn orðinn allt of mjúkan og bitlausan til þess að það geti skilað nokkrum árangri. „Að bæta velferðarskyn þjóðfélagsins er að mínu mati mikilvægasta pólitíska verkefni okkar tíma,“ sagði Cameron meðal annars í ræðu sinni í gær. Íhaldsflokkurinn gerði Cameron að leiðtoga sínum í desember síðastliðnum. Hann lofaði því að gera verulegar breytingar á flokknum til þess að afla honum aukins fylgis. Flokkurinn hefur ekki sigrað í þingkosningum frá árinu 1992 og skipt fjórum sinnum um leiðtoga á þessum tíma. Cameron sagðist ætla að hætta að einblína á markaðsfrelsi og baráttu gegn glæpum, og færa flokkinn nær miðju stjórnmálanna. Hann fór að tala um umhverfismál, sem flokkurinn hafði ekki látið sig mikið varða. Hann hjólar í vinnuna og hefur fengið leyfi til að setja upp vindmyllu á þaki hússins síns til þess að framleiða rafmagn handa sér. Hann lét sig hafa það að koma fram í umdeildum sjónvarpsþætti þar sem hann var spurður hvort hann hefði einhvern tímann dreymt kynferðislega drauma um Margaret Thatcher, en tókst að koma sér hjá því að svara þeirri spurningu. Jafnt harðlínumenn á hægri væng Íhaldsflokksins sem andstæðingar hans í Verkamannaflokknum hafa óspart gert grín að honum fyrir þessar áherslur, en engu að síður hafa þær skilað flokknum nokkru fylgi í skoðanakönnunum. Bilið á milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins hefur minnkað.
Erlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira