Viðskipti erlent

Olíuverðið hærra í dag en í gær

Frá bensínstöð.
Frá bensínstöð. Mynd/AFP

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu mörkuðum í dag í kjölfar snarpra lækkana síðustu daga meðal annars vegna aukinna umframbirgða af olíu í Bandaríkjunum. Olíuverðið yfir 78 dali á tunnu á föstudag í síðustu viku og hafði aldrei verið hærra.

Hráolía hefur það sem af er dags hækkað um 21 sent á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum og fór í 72,87 dali á tunnu. Verð á Norðursjávarolíu, sem afhent verður í september, hækkaði um 29 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór í 74,19 dali á tunnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×