Viðskipti erlent

Forstjóri Yukos sagði upp

Steven Theede, fráfarandi forstjóri Yukos.
Steven Theede, fráfarandi forstjóri Yukos. Mynd/AFP

Steven Theede, forstjóri fallna rússneska olíurisans Yukos, sagði af sér í gær en í dag fundar stjórn fyrirtækisins með lánadrottnum fyrirtækisins. Búist er við að með fundinum færist fyrirtækið nær barmi gjaldþrots en nokkru sinni.

Theede sagði fundinn leiksýningu sem hann ætli ekki að taka þátt í. Stærstu lánadrottnar Yukos er rússneska ríkið en fyrirtækið var fyrir tveimur árum dæmt til að greiða sem nemur tæpum 2.500 milljörðum króna fyrir skattsvik.

ómurinn leiddi til upplausnar fyrirtækisins auk þess sem fyrrum eigandi þess, Míkhaíl Khodorkovskí, var dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir fjár- og skattsvik. Þá dæmdi ríkið Yukos til að selja Yugansk, stærsta dótturfélag Yukos á sviði olíuvinnslu, á uppboði til að fá upp í skuldir. Ríkið keypti Yugansk og er það nú stærsta félagið undir fyrirtækjahatti rússneska ríkisorkufyrirtækisins Rosneft. Viðskipti með tíu prósenta hlut í Rosneft hófust í kauphöll Lundúna í gær.

Þegar best lét var markaðsvirði Yukos rúmlega 1.000 milljarða krónu virði. Á sama tíma námu skuldir þess álíka háar og virði fyrirtækisins.

Í uppsagnarbréf Theedes kemur fram að hann hafi ákveðið að segja af sér og sniðganga fundinn því eini tilgangur lánadrottna sé að hunsa hagræðingatilraunir Yukos og eyðileggja fyrirtækið, sem eitt sinn var stærsta olíufyrirtæki í heimi í einkaeigu.

Framtíð Yukos ræðst í ágúst en fastlega er búist við að það verði lýst gjaldþrota.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×