Ísraelar hafa viku til að gera árásir 20. júlí 2006 07:00 Á leið yfir landamærin Ísraelskir hermenn héldu yfir landamærin til Líbanons í gær og lentu þar í hörðum átökum við liðsmenn Hizbollah, sem kostuðu tvo ísraelska hermenn og einn Hizbollah-mann lífið. MYND/AP Bandarísk og ísraelsk stjórnvöld hafa komið sér saman um að ísraelski herinn geti haldið áfram árásum sínum á Líbanon, athugasemdalaust af hálfu Bandaríkjanna, í um það bil eina viku í viðbót með það markmið að valda sem mestu tjóni á vígbúnaði Hizbollah-samtakanna, að því er bæði bandaríska dagblaðið New York Times og breska dagblaðið Guardian héldu fram í gær. Að því búnu muni Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, halda af stað til Ísraels og Líbanons til þess að þrýsta á um vopnahlé. Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins í Washington, staðfesti það á blaðamannafundi í gær að bandarísk stjórnvöld teldu rétt að Ísrael héldi árásunum áfram þangað til Hizbollah-samtökin yrðu orðin óvíg. „Vopnahlé sem myndi skilja vígbúnað hryðjuverkamanna eftir óskemmdan er óviðunandi,“ sagði hann. Ísraelar héldu því fram í gær að með loftárásunum hefði þeim tekist að eyðileggja um það bil helminginn af vígbúnaði Hizbollah-samtakanna, að því er fram kemur í fréttaskeyti frá AP-fréttastofunni. „Það tekur okkur einhvern tíma að eyðileggja það sem eftir er,“ sagði Alon Friedman, herforingi í ísraelska landhernum, í viðtali við útvarpsstöð Ísraelshers í gær. Evrópusambandið er ósammála þessu. Javier Solana, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, sagði í gær nauðsynlegt að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Áður hafði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gert kröfu um að samið yrði um vopnahlé sem allra fyrst. Ísraelsk stjórnvöld höfðu á þriðjudaginn sagst undir það búin að átökin stæðu vikum saman. Átökin, sem nú þegar hafa staðið í rúma viku, hafa orðið um þrjú hundruð manns að bana og um það bil hálf milljón manna hefur hrakist að heiman vegna þeirra. uad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, sagðist í gær ætla að krefja Ísrael um skaðabætur vegna þess tjóns sem árásirnar hafa valdið. „Er þetta það sem alþjóðasamfélagið kallar rétt til sjálfsvarnar?“ spurði hann á fundi með erlendum sendiherrum í Líbanon. Meðal þeirra sem hlýddu á mál hans var sendiherra Bandaríkjanna. Erlent Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Sjá meira
Bandarísk og ísraelsk stjórnvöld hafa komið sér saman um að ísraelski herinn geti haldið áfram árásum sínum á Líbanon, athugasemdalaust af hálfu Bandaríkjanna, í um það bil eina viku í viðbót með það markmið að valda sem mestu tjóni á vígbúnaði Hizbollah-samtakanna, að því er bæði bandaríska dagblaðið New York Times og breska dagblaðið Guardian héldu fram í gær. Að því búnu muni Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, halda af stað til Ísraels og Líbanons til þess að þrýsta á um vopnahlé. Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins í Washington, staðfesti það á blaðamannafundi í gær að bandarísk stjórnvöld teldu rétt að Ísrael héldi árásunum áfram þangað til Hizbollah-samtökin yrðu orðin óvíg. „Vopnahlé sem myndi skilja vígbúnað hryðjuverkamanna eftir óskemmdan er óviðunandi,“ sagði hann. Ísraelar héldu því fram í gær að með loftárásunum hefði þeim tekist að eyðileggja um það bil helminginn af vígbúnaði Hizbollah-samtakanna, að því er fram kemur í fréttaskeyti frá AP-fréttastofunni. „Það tekur okkur einhvern tíma að eyðileggja það sem eftir er,“ sagði Alon Friedman, herforingi í ísraelska landhernum, í viðtali við útvarpsstöð Ísraelshers í gær. Evrópusambandið er ósammála þessu. Javier Solana, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, sagði í gær nauðsynlegt að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Áður hafði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gert kröfu um að samið yrði um vopnahlé sem allra fyrst. Ísraelsk stjórnvöld höfðu á þriðjudaginn sagst undir það búin að átökin stæðu vikum saman. Átökin, sem nú þegar hafa staðið í rúma viku, hafa orðið um þrjú hundruð manns að bana og um það bil hálf milljón manna hefur hrakist að heiman vegna þeirra. uad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, sagðist í gær ætla að krefja Ísrael um skaðabætur vegna þess tjóns sem árásirnar hafa valdið. „Er þetta það sem alþjóðasamfélagið kallar rétt til sjálfsvarnar?“ spurði hann á fundi með erlendum sendiherrum í Líbanon. Meðal þeirra sem hlýddu á mál hans var sendiherra Bandaríkjanna.
Erlent Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent