Spenna eykst á Kóreuskaga 20. júlí 2006 07:15 Mótmæli í Suður-Kóreu Þessi Suður-Kóreumaður kveikti í gær í fána Norður-Kóreu fyrir framan utanríkisráðuneytið í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. MYND/AP Spennan milli Norður- og Suður-Kóreu vex með degi hverjum. Roh Moo-hyun, forseti Suður-Kóreu, fordæmdi í gær harðlega tilraunir Norður-Kóreumanna með flugskeyti og sagði þær geta leitt af sér vopnakapphlaup, sem gagnaðist engum. Jafnframt varaði hann önnur ríki við því að bregðast of harkalega við framferði Norður-Kóreumanna og auka þar með enn á spennuna í þessum heimshluta. Hann nefndi engin ríki á nafn, en hefur áður gagnrýnt Japana fyrir að ætla hugsanlega að bregðast við tilraunum Norður-Kóreu með því að gera fyrirbyggjandi árás á skotstaði tilrauneldflauganna í Norður-Kóreu. Fjölmiðlar í Japan héldu því fram í gær að japönsk stjórnvöld ætluðu um miðjan ágúst að hefja einhliða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, sem yrðu efnahagslegar refsiaðgerðir og fælust í því að inneignir Norður-Kóreu í japönskum bönkum yrðu frystar og flutningur fjármagns milli landanna bannaður. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, sagði þó í gær að Japönum lægi ekkert á að taka ákvarðanir um refsiaðgerðir. Fyrst verði beðið eftir frekari viðbrögðum frá Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn stöðvuðu í gær allar heimsóknir Suður-Kóreumanna til ættingja sinna í Norður-Kóreu, í það minnsta tímabundið. Þessar heimsóknir hófust fyrir nokkrum árum þegar samskipti ríkjanna bötnuðu, en þessi ákvörðun þykir greinilegt merki um það hve spennan milli þeirra er mikil núna. Tilkynning um þetta barst í gær, í beinu framhaldi af því að Suður-Kóreumenn neituðu í síðustu viku að ræða mannúðaraðstoð við Norður-Kóreu fyrr en einhver lausn fyndist á deilunni um flugskeytatilraunir Norður-Kóreumanna. Erlent Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira
Spennan milli Norður- og Suður-Kóreu vex með degi hverjum. Roh Moo-hyun, forseti Suður-Kóreu, fordæmdi í gær harðlega tilraunir Norður-Kóreumanna með flugskeyti og sagði þær geta leitt af sér vopnakapphlaup, sem gagnaðist engum. Jafnframt varaði hann önnur ríki við því að bregðast of harkalega við framferði Norður-Kóreumanna og auka þar með enn á spennuna í þessum heimshluta. Hann nefndi engin ríki á nafn, en hefur áður gagnrýnt Japana fyrir að ætla hugsanlega að bregðast við tilraunum Norður-Kóreu með því að gera fyrirbyggjandi árás á skotstaði tilrauneldflauganna í Norður-Kóreu. Fjölmiðlar í Japan héldu því fram í gær að japönsk stjórnvöld ætluðu um miðjan ágúst að hefja einhliða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, sem yrðu efnahagslegar refsiaðgerðir og fælust í því að inneignir Norður-Kóreu í japönskum bönkum yrðu frystar og flutningur fjármagns milli landanna bannaður. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, sagði þó í gær að Japönum lægi ekkert á að taka ákvarðanir um refsiaðgerðir. Fyrst verði beðið eftir frekari viðbrögðum frá Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn stöðvuðu í gær allar heimsóknir Suður-Kóreumanna til ættingja sinna í Norður-Kóreu, í það minnsta tímabundið. Þessar heimsóknir hófust fyrir nokkrum árum þegar samskipti ríkjanna bötnuðu, en þessi ákvörðun þykir greinilegt merki um það hve spennan milli þeirra er mikil núna. Tilkynning um þetta barst í gær, í beinu framhaldi af því að Suður-Kóreumenn neituðu í síðustu viku að ræða mannúðaraðstoð við Norður-Kóreu fyrr en einhver lausn fyndist á deilunni um flugskeytatilraunir Norður-Kóreumanna.
Erlent Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira