Viðskipti erlent

Nýir í Englandsbanka

Meðlimir peningamálanefndar Englandsbanka hafa verið sjö í stað níu frá júnílokum.
Meðlimir peningamálanefndar Englandsbanka hafa verið sjö í stað níu frá júnílokum. Mynd/AFP

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, hefur tilnefnt þá Tim Besley, prófessor við London School of Economics, og Andrew Sentance, hagfræðing breska flugfélagsins British Airwys, í peningamálanefnd Englandsbanka, sem meðal annars ákveður stýrivexti í landinu.

Þeir Besley og Sentance taka sæti í nefndinni í spetember og október.

Í nefndinni eiga að sitja sjö meðlimir en þeir hafa verið tveimur mönnum færri í kjölfar þess að einn sagði sig úr nefndinni en hinn lést í júní. Sá síðastnefndi hét David Walton og var sá eini sem setti sig upp á móti óbreyttum stýrivöxtum í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×