Erlent

Sameinast í harðri andstöðu

Frá hinsegin göngu í Jerúsalem.
Hundruð manna tóku þátt í göngunni árið 2004, en búist er við 20 þúsund gestum í ár.
fréttablaðið/ap
Frá hinsegin göngu í Jerúsalem. Hundruð manna tóku þátt í göngunni árið 2004, en búist er við 20 þúsund gestum í ár. fréttablaðið/ap

Í næsta mánuði stóð til að samkynhneigðir í Ísrael myndu efna til alþjóðlegrar göngu í Jerúsalem. Gangan átti að verða raunverulegt sameiningarafl hinna andstæðu trúarhópa í þessari stríðshrjáðu borg.

Reyndar má segja að því takmarki hafi nú þegar verið náð, þótt með öðrum hætti sé en til var ætlast. Helstu trúarhópar borgarinnar hafa sameinast í harðri andstöðu gegn göngunni. Leiðtogar kristinna manna fordæma hana, róttækir gyðingar hafa boðið fé til höfuðs þátttakendum og múslimskir klerkar hafa hótað því að fylla göturnar af mótmælendum.

Hinir illu eru að koma til Jerúsalemborgar til þess að vanhelga æru hennar og niðurlægja dýrð hennar með athöfnum sem lögmálsbókin fyrirlítur og sem öll trúarbrögð fyrirlíta, segir í bréfi sem Shlomo Amar, annar tveggja æðstu rabbína Ísraels, sendi til Benedikts páfa, þar sem hann hvatti páfa til þess að senda frá sér sterka, tilfinningaríka og ótvíræða yfirlýsingu gegn þessu hræðilega fyrirbæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×