Heillavænleg langtímaáhrif 14. júlí 2006 07:30 Berserkjasveppur Þessi sveppur flokkast til eitraðra sveppa og er því afar varhugaverður til átu. MYND/Nordicphotos/afp Niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn við John Hopkins-háskólann í Baltimore gerðu á áhrifum ofskynjunarsveppa á menn hafa komið þeim í opna skjöldu. Fólkið innbyrti psilocybin, sem er virka ofskynjunarefnið í sveppunum, og lýsti síðan reynslu sinni. Margir þátttakenda lýstu djúpstæðri dulrænni reynslu sem væri ein sú merkilegasta sem þeir hefðu á ævinni kynnst. Sumir líktu henni við að missa foreldri eða að eignast barn. Þriðjungur þátttakenda varð óttasleginn og segja vísindamennirnir það til marks um hversu hættulegt sé að fikta við ofskynjunarlyf, en tilraunin var meðal annars gerð til að leita ráða við kvíðaköstum og þunglyndi og til að kanna valkosti í afeitrun fíkla. Það kom ekki á óvart að þátttakendur lýstu dulrænum áhrifum, því psilocybin hefur verið notað af ýmsum þjóðflokkum við trúarathafnir í aldanna rás. Það sem vakti furðu var að flestir þátttakenda lýstu heillavænlegum langtímaáhrifum lyfsins; tveimur mánuðum eftir tilraunina sögðust þeir vera góðhjartaðri, ástríkari, bjartsýnni og þolinmóðari. Áttatíu prósent þátttakenda sögðu að lífsánægja þeirra væri "nokkuð" eða "talsvert" meiri en fyrir tilraunina. Þetta er ein af örfáum vísindalegum tilraunum sem hafa verið gerðar með psilocybin síðan á sjöunda áratugnum, en þá minnkaði áhugi vísindastofnana á lyfinu í kjölfar slæmrar umræðu vegna misnotkunar ungmenna á því. Erlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn við John Hopkins-háskólann í Baltimore gerðu á áhrifum ofskynjunarsveppa á menn hafa komið þeim í opna skjöldu. Fólkið innbyrti psilocybin, sem er virka ofskynjunarefnið í sveppunum, og lýsti síðan reynslu sinni. Margir þátttakenda lýstu djúpstæðri dulrænni reynslu sem væri ein sú merkilegasta sem þeir hefðu á ævinni kynnst. Sumir líktu henni við að missa foreldri eða að eignast barn. Þriðjungur þátttakenda varð óttasleginn og segja vísindamennirnir það til marks um hversu hættulegt sé að fikta við ofskynjunarlyf, en tilraunin var meðal annars gerð til að leita ráða við kvíðaköstum og þunglyndi og til að kanna valkosti í afeitrun fíkla. Það kom ekki á óvart að þátttakendur lýstu dulrænum áhrifum, því psilocybin hefur verið notað af ýmsum þjóðflokkum við trúarathafnir í aldanna rás. Það sem vakti furðu var að flestir þátttakenda lýstu heillavænlegum langtímaáhrifum lyfsins; tveimur mánuðum eftir tilraunina sögðust þeir vera góðhjartaðri, ástríkari, bjartsýnni og þolinmóðari. Áttatíu prósent þátttakenda sögðu að lífsánægja þeirra væri "nokkuð" eða "talsvert" meiri en fyrir tilraunina. Þetta er ein af örfáum vísindalegum tilraunum sem hafa verið gerðar með psilocybin síðan á sjöunda áratugnum, en þá minnkaði áhugi vísindastofnana á lyfinu í kjölfar slæmrar umræðu vegna misnotkunar ungmenna á því.
Erlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira