Erlent

Kom í veg fyrir heiðursmorð

Danska lögreglan telur að komið hafi verið í veg fyrir heiðursmorð í Helsingør, samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins.

Málið snýst um fjölskyldu sem reyndi að fá 43 ára gamlan son til að drepa systur sína, því hún vildi skilja við eiginmann sinn, sem fjölskyldan hafði valið handa henni. Þegar sonurinn neitaði að verða við kröfu fjölskyldunnar, réðust nokkrir fjölskylduvinir á hann með kylfum og öðrum bareflum. Við það var lögregla kölluð til og leysti sonurinn frá skjóðunni.

Fjórir vinir hafa verið handteknir, auk fjölskylduföðursins, 71 árs, og tveggja mága. Faðirinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til morðs, en hinir sex fyrir alvarlega líkamsárás.- smk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×