Erlent

Beittu neitunarvaldinu á ný

Neitunarvaldi var beitt í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í fyrsta skipti í tvö ár í gær þegar Bandaríkin komu í veg fyrir að tillaga Katar og ýmissa Arabaríkja um aðgerðir Ísraelshers á Gaza-ströndinni, yrði að formlegri ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Samkvæmt ályktuninni hefði Öryggisráðið krafist þess að Ísraelsríki léti af hernaðaraðgerðum sínum á landi Palestínumanna. Bandaríkin voru eina þjóðin sem mælti þessu í móti, tíu þjóðir mæltu með tilögunni, en fjórar sátu hjá.

Tillaga Katarmanna hafði margoft verið endurorðuð svo hún þætti ekki of hlutdræg og inn í hana bætt ákvæði þar sem þess var krafist að palestínskir skæruliðar skiluðu ísraelska hermanninum sem er í haldi þeirra, en allt kom fyrir ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×